Í harðgerðasta umhverfinu verður til fegursta birtan
Ljósaskiptin
Á þeim tíma ársins sem dagarnir eru sem stystir og kuldinn sem mestur, myndast ein fegurstu ljósaskipti sem franski ljómyndarinn Alex Strohl hefur séð.
Eftir að franski ljósmyndarinn Alex Strohl ferðaðist fyrst til Íslands árið 2011, hefur áhugi hans á einstakri nátturu landsins gert hann að árlegum gesti hér á landi. Alex er búsettur í Montana í Bandaríkjunum og býr að áratuga reynslu í náttúruljósmyndun, en kröftug jafnt sem kyrrlát listræn nálgun hans á náttúru norðurslóða hefur einkennt hans vinnu og skapað eitt sterkasta nafn innan náttúruljósmyndabransans.
Alex Strohl á Vestfjörðum í Tind, dúnúlpu.
Hvað er það sem gerir ljósmyndun í ljósaskiptunum á norðlægum slóðum einstaka í þínum huga?
Það snýst um gæði ljóssins. Ég hef aldrei séð jafn mjúka, dreifða og kalda lýsingu eins og þá sem má finna á þessari norðlægu breiddargráðu um hávetur. Það er veisla fyrir augað og sálina. Augnablikið þegar birtan kyssir fjallstindinn síðla morguns er það sem ég unni og þegar öllu er á botninn hvolft, það sem ég leita að. Á því augnabliki er ég minntur á mitt hlutskipti í þessum heimi; að veita hlutunum eftirtekt.
Hvenær komst þú fyrst til Íslands og hvað er það sem dregur þig hingað aftur og aftur?
Ég kom fyrst til Íslands haustið 2011 með eiginkonu minn Andreu. Ég er ekki alveg viss hvað það var sem dró okkur til landsins, líkast til það að við höfðum flogið yfir landið mörgum sinnum á leið okkar til Bandaríkjanna, landið virtist svo afskekkt og áhugavert úr lofti séð að við ákváðum að slá til og heimsækja það.
Síðan þá hef ég ferðast til Íslands um tvisvar sinnum á ári, auðséð er að landið hefur ákveðið aðdráttarafl sem dregur mig alltaf til baka. Að öllum líkindum er þó um að ræða samspil tengsla sem ég hef myndað við fólk eins og Benjamin Hardman og við landslag eyjunnar. Fólk segir oft að Ísland búi yfir einstöku landslagi sem sé hvergi annars staðar að finna og það er hárrétt. Ekki er mikið um gróður en það eru víðáttumikil landsvæði með hrjóstrugum eldfjallasvæðum á hálendinu og stærðarinnar jöklum á suðurströndinni. Alveg einstök samsetning!
Hver er helsti munurinn á Íslandi og Montana?
Þegar ég ber Ísland saman við Montana þá eru þessir tveir staðir að miklu leyti ólíkir ef litið er á þá frá hlutlausu sjónarhorni; í Montana er fjalllendi, skóglendi, ríkt dýralíf og hafið er í 600 mílna fjarlægð. Það sem fyrir mér sameinar þessa tvo staði er tilfinning fyrir miklum fjarlægðum og víðáttu. Báðir staðir er strjálbýlir og erfitt að ferðast til þeirra. Þetta eru staðirnir sem ég sæki í - því bagalegra sem það er að komast á staðina, því betra.
Lífið virðist vera á öðrum hraða hérna
Er eitthvað sérstakt við samfélagið á Vestfjörðum eða við aðra smábæi sem þú heldur að geti hvatt aðra til breytinga í öðrum heimshlutum?
Vestfirðirnir bjóða upp á margs konar fiskveiðar, hæglátt fjarðalíf og ævintýraferðir líkt og skíðaferðir en það sem heillar mig hvað mest við Vestfirðina er samfélagið og lifnaðarhættirnir. Lífið virðist vera á öðrum hraða hér, ekki endilega hægt, en mun friðsælla. Fólkið er einnig mjög gott í að aðlagast aðstæðum og þetta eru hlutir sem við getum öll dregið lærdóm af.
Hvað heldur þú að komi Íslendingum áfram í gegnum langa og dimma vetur?
Ég gæti trúað því að það sé ef til vill tilhugsunin um sumarið og miðnætursólina. Ef marka má samtöl mín við Íslendinga þá virðist myrkrið ekki vera eiginlegt vandamál, það er bara hluti af lífinu og undirstrikar það sem ég hef áður nefnt: Íslendingar eru meistarar í því að aðlagast. Þeir hafa sætt sig við að þetta er eðli vetrarins og þeir halda bara sínu striki. Því dáist ég að.
Þú ferðaðist um ískalda og ísilagða Vestfirðina í fatnaði frá 66°Norður, var þér nægilega hlýtt?
Hitastigið var allan tímann um eða undir frostmarki og í hvert skipti sem við yfirgáfum skálann þá dúðuðum við okkur í Tind, dúnúlpu og flísbuxur, þannig að okkur var aldrei nálægt því að vera kalt. Þetta er mjög vandaður útivistarfatnaður sem er sérstaklega hannaður fyrir sambærilegar aðstæður og við vorum í.
Alex mælir með
Að elta uppi ljósaskiptin
Fyrir fimm árum síðan, tók ástralski ljósmyndarinn Benjamin Hardman að sér fyrsta ljósmyndaverkefnið sitt hér á norðurslóðum.
Ragnar Axelsson (RAX) ljósmyndari hefur myndað fólk og náttúru á norðurslóðum í fjóra áratugi. Hann hefur séð þetta umhverfi taka miklum breytingum á þessum tíma og hvernig hlýnandi loftslag hefur áhrif á líf fólks í norðrinu.