Hólmfríður Ósk Guðmundsdóttir
Í þágu sjálfbærrar jarðar
Útivistarfatnaðurinn frá 66°Norður gerir fólki kleift að þrífast þar sem annars væri ólíft. Slitsterkar úlpur hafa hins vegar sín takmörk.
Í höfuðstöðvum okkar í Garðabænum má finna saumavélar, þvottavélar og Hólmfríði Ósk Guðmundsdóttur (eða Hófí eins og hún er alltaf kölluð). Á hverjum degi drífa hingað að sendingar með nánast ónothæfum flíkum úr öllum áttum. Hófí nýtur þess að bjarga slíkum flíkum.
Leyst úr vandamálum
Hófí beitir aðferðum handverksfólks af miklu stolti. Hún er meistari í fata- og kjólasaumi og hefur mikla ánægju af því að sauma saman gamlar flíkur. „Ég nýt þess að þurfa ekki að sitja og vinna fyrir framan tölvuna allan daginn,“ segir hún. „Ég hleyp um og leysi vandamál.“ Hún hefur líka fleiri verkefni á sinni könnu sem yfirmaður viðgerðadeildar 66°Norður.
Á dögum þegar mikið er að gera sinnir Hófí og starfsfólk hennar tugum viðgerða. Í sumum tilfellum er um minniháttar lagfæringar að ræða. Önnur verkefni geta tekið margar klukkustundir auk ferða í þurrhreinsun. „Fólk sendir okkur óþvegnar buxur eða sendir með áhugaverðar sögur til að þurfa ekki að greiða fyrir lagfæringarnar,“ að sögn Hófíar. „Ein íslensk stúlka sagði okkur að hún hefði heyrt hvernig jakkinn sinn sprakk í sundur þegar hún var við garðyrkjustörf.“
Allar flíkur sem viðgerðaþjónustan fær í hendur eru á endanum lagfærðar, fyrir utan þær sem ekki er viðbjargandi. „Við lagfærum allar flíkur sem við framleiðum. Við lögum allt, alveg frá því að skipta um rennilása og lagfæra rifur.“
Ég á þessa flík og hún rifnaði, getið þið gert við hana?
Engar tvær viðgerðir eru eins. Hins vegar byrja allar vel heppnaðar viðgerðir á sama hátt:
Einföld fyrirspurn berst til Hófíar.
Engar tvær viðgerðir eru eins en allar viðgerðir skila sömu niðurstöðu:
Einni nýrri flíkinni færri.
„Þjónustudeild 66°Norður er í samskiptum við einstaklinga um allan heim,“ segir Hófí. „Yfirleitt fæ ég tölvupóst frá einstaklingum sem er eitthvað á þessa leið: „Ég á þessa flík og hún rifnaði, getið þið gert við hana?“ Við biðjum fólk um ljósmyndir og tökum síðan ákvörðun um hvort hægt sé að lagfæra flíkina eður ei. Viðskiptavinir verða auðvitað að senda okkur flíkina, ef við ákveðum að gera við.“
Tugir af gjaldgengum flíkum berast viðgerðaþjónustunni á degi hverjum. Flíkurnar eru handflokkaðar og metnar við móttöku þeirra. Hófí sér um að úthluta tíma til flóknari aðgerða (eins og að gera við rifur í vatnsheldu efni en það krefst notkunar sérstakra saumavéla) til að hægt sé að viðhalda flæði viðgerða.
Náð er í saumaefni um leið og mat hefur verið lagt á viðgerðina. 66°Norður hefur safnað gríðarlegu magni af textílefnum, festingum og öðrum efnum í marga áratugi, í þeim eina tilgangi að leggja stund á frekari viðgerðir. „Um leið og fyrirtækið pantar saumaefni fyrir verksmiðjuna er passað upp á að panta nokkra metra fyrir okkur sem vinnum hér,“ segir Hófí. „Við fáum samskonar efni, samskonar liti, sama af öllu.“
Nú er hægt að koma hlutunum í verk þegar efnin hafa verið sótt. Í fimum höndum „stelpnanna“ geta viðgerðir eins og rifur í dúnúlpum og rennilásaskipti tekið aðeins um 10 mínútur. Afar krefjandi verkefni eins og að endurbyggja háþróaðan, vatnsheldan skeljakka? Ja, það gæti tekið allt að eina klukkustund. „Stelpurnar gera sitt besta til að flíkurnar líti út eins og ekkert hafi verið átt við þær. Það tekst ekki alltaf fullkomlega en þær standa sig vel.“
Lagfærðar flíkur eru síðan fullunnar, þeim pakkað niður og síðan sendar af stað til eigenda sinna. Einföld og skilvirk leið til að endurnýta flíkur sem skilar framúrskarandi niðurstöðum.
Í þágu sjálfbærrar jarðar
Hófí gerir sér grein fyrir hversu risavaxið þetta verkefni er.
Viðgerðaþjónustan sér til þess að þúsundir flíka séu áfram í notkun á hverju ári. Það þýðir að mörgum tonnum af kolefni er haldið úr andrúmsloftinu og komið er í veg fyrir að ógrynni lítra af frárennslisvatni leki út í umhverfið. Hins vegar eru hún og stelpurnar bara lítið teymi í heimi þar sem aðalhvatinn virðist vera að „henda bara hlutum“.
„Yfirleitt tekur mun lengri tíma að lagfæra flíkur heldur en að sauma þær,“ útskýrir Hófí. „En til hvers að sauma nýja flík þegar hægt er að lagfæra hana? Sumir einblína einfaldlega á ranga hluti.“
Við viljum meina að hugmyndir eins og lagfæringar og sjálfbærni Íslendinga skipti einfaldlega meira máli. Einnig kann að vera að einurð Íslendinga skapi heim þar sem hringrásarhugsun fær milljarða manna til að endurmeta venjur sínar og líf sitt.
„Fyrsta flíkin mín frá 66°Norður var rauður snjógalli. Þegar ég var 6 ára lék ég mér úti í snjónum allan daginn í þessum galla. Það snjóaði mun meira í Reykjavík í gamla daga,“ fullyrðir Hófí.
„Ég hefði aldrei giskað á að ég myndi vinna hérna en ég er stolt af því sem ég geri.“