Tilbúin?
Löng helgi framundan!
Við höfum beðið eftir veðurspánni. Beðið eftir því hvar sé rigning eða sól. En brátt er biðin á enda.
Við viljum bara minna alla á að klæða sig vel. Þar getum við hjálpað.
Sjóstakkurinn
Þessi klassíski
Fatnaður fyrir ferðalagið
Á útihátíð
Við leggjum okkur fram við að nýta öll afgangsefni sem falla til í framleiðslu hjá okkur og eru töskurnar okkar gott dæmi yfir vörur þar sem afgangsefnin fá að njóta sín. Töskurnar okkar eru framleiddar úr slitsterku og vatnsfráhrindandi efni, sem gerir þær að fullkomnum ferðarfélaga í útilegurnar í sumar.
Skoða töskur og bakpoka
Með í ferðalagið
Töskur og bakpokar
Snæfell jakkinn hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega þegar þú ferð út með hundinn. Samspil vatnsheldni, teygjanleika og einstakrar öndunar gerir hann að jakka sem hentar þér í fjölmörgum aðstæðum.
Tindur Shearling jakkinn er hágæða millilagsflík sem var upphaflega hönnuð fyrir fjallaíþróttafólk og gerð til að veita öndunareinangrun í miklum kulda. Það er að sjálfsögðu þannig að þegar framleiddar eru þægilegar, látlausar og áreiðanlegar flísflíkur á það til að spyrjast út.
Dyngju línan samanstendur af hágæða dúnflíkum sem eru einstaklega hlýjar, léttar og eru fylltar með endurnýttum gæsa- og andardún með 700 fill power.