HönnunarMars 2022
Valdís Steinars x 66°Norður
Valdís Steinarsdóttir hefur að undanförnu verið að rannsaka nýjar leiðir við framleiðslu á fatnaði þar sem hún hellir náttúrulegu fljótandi efni í tvívítt mót. Með þessari aðferð verða engar afklippur til. 66° Norður hefur gengið til liðs við verkefnið og munu þau kynna samstarfið á HönnunarMars.
Texti: HönnunarMars
Myndband: Þráinn Kolbeinsson
Ljósmyndir: Anna Maggý
Opnunarviðburður - 5. maí kl. 16:00-18:00
Sýningin er opin alla daga frá 5. - 8. maí, frá 10:00 - 19:00.
66°Norður, Laugavegi 17-19
Markmið verkefnisins er að þróa nýja aðferð við vinnslu fatnaðar á sjálfbæran hátt sem hefur fullnýtingu að leiðarljósi. Verkefnið er á frumstigi og lofa fyrstu frumgerðir þess mjög góðu. Sá árangur hefur leitt til þess að fyrirtækið 66° Norður hefur ákveðið að ganga til liðs við Valdísi og stefnir á að framleiða regnkápur undir merki fyrirtækisins þegar þróun þess verður komin lengra. Á HönnunarMars 2022 verða efnisprufur til sýnis til að gefa forsmekk af því sem koma skal í samstarfinu í framtíðinni. Það er trú hönnuðar verkefnisins að mikilvægt sé að kanna nýjar leiðir til að framkvæma hluti sem hingað til hafa verið unnir samkvæmt rótgrónum hefðum og eykur verkefnið þá breidd sem nú þegar stendur til boða í aðferðafræði á fatamarkaði. Nýstárlegt efnisval og vinnsluaðferðir stuðla að fullnýtingu sem gefur einstakt útlit.
Vörulínur
HönnunarMars x 66°Norður
Á sýningunni verður gefin innsýn í tilraunakennt ferli á bakvið samstarf Fléttu og 66°Norður þar sem markmiðið er að skapa farveg fyrir afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður.
Verkefnið sýnir að hægt er að fara sjálfbærar leiðir í samnýtingu ýmissa afgangsvara þvert á vöruflokka þar sem föt eru endurnýtt sem hluti af húsgögnum.