Fyrir allar aðstæður
Helgafell hlaupalína
Helgafell er ný hlaupalína frá 66°Norður, hönnuð til að standast óútreiknanlegt veður og krefjandi aðstæður, bæði í styttri og lengri vegalengdum.
Hlaupalínan var hönnuð í nánu samstarfi við Rory Griffin, ljósmyndara og hlaupara frá Bretlandi, hún var jafnframt þróuð og prófuð af reynslumestu hlaupurum Íslands.
Línan sameinar tæknilega hönnun og léttleika;
Ofurléttur hlaupajakki með hettu og vesti með léttri einangrun sem pakkast saman í þar til gerða vasa – tilvalin fyrir hlaupara á ferð í síbreytilegu veðri. Stuttbuxur og hlaupapils með djúpum vösum fyrir síma, vasa fyrir gel, krók fyrir lyklakippu og endurskinsrendur. Derhúfa, þægilegir bolir og sokkar sem standast álag og veita stuðning þar sem hann skiptir máli.
Elísabet Margeirsdóttir, einn reynslumesti utanvegahlaupari landsins, var meðal þeirra sem prófreyndu línuna. Hér má sjá myndir þegar Elísabet Margeirsdóttir og Bjartur Norðfjörð hlupu í línunni á degi sem átti að vera blíðviðri og fallegur vordagur en endaði svo í 18 metrum á sekúndu, eins og íslenska sumarið virðist alltaf enda.