Sígild hönnun, nútíma tækni

Gamlar hefðir frá aldamótum mæta nútíma framþróun í útivistarfatnaði í nýju Vatnajökul PrimaLoft® og Vík línunni okkar.

Vatnajökull og Vík spruttu á yfirborðið fyrst árið 2003 og hafa reynst Íslendingum góður ferðalangur allar götur síðan. Við fögnum þessu sambandi með því að sameina sígilda hönnun þessara stíla með tæknilegum nýjungum. Línan hentar vel bæði fyrir göngutúr innanbæjar á kaldari vetrardögum sem og í krefjandi aðstæðum út á landi.

Fyrsti Vatnajökuls jakkinn okkar fór í sölu fyrir 20 árum og hefur verið fastur liður í okkar framleiðslu þar til dagsins í dag. Í því tilefni höfum við framleitt sérstaka afmælisútgáfu sem samanstendur af jakka, buxum og pilsi. Flíkurnar eru tæknilegar, léttar og einstaklega hlýjar. Þær eru einangraðar með PrimaLoft® örtrefjafyllingu sem er ótrúlega mjúk og létt auk þess að vera vatnsfráhrindandi.

Vík er tæknileg hettupeysa úr flís, gerð úr Polartec® Power Stretch® Pro efni sem er einstaklega létt, teygist á fjóra vegu, þornar fljótt og andar vel. Peysan liggur vel að líkamanum og heldur á honum vægum hita. Sérmótuð hetta sem fellur algjörlega að höfðinu og þumlagöt á ermum. Flatir saumar sem koma í veg fyrir núning og axlirnar eru saumalausar.

Vörulínan

Vatnajökull / Vík