1/8

Endurskin | Sérstök útgáfa

Product code: W11401-908-M
Skeljakki gerður úr vatnsfráhrindandi endurskinsefni.
86.000 ISK
Litur
Black Silver
Stærð M
Aðeins 1 vara til á lager.

Í skammdeginu á Íslandi er birtan af skornum skammti, að muna eftir endurskini er ekki aðeins mikilvægt heldur getur það verið lífsnauðsynlegt. Þessi lína vekur svo sannarlega athygli á því.

Við völdum nokkur stykki af okkar uppáhalds hönnunum og tókum efni sem við áttum til nú þegar í verksmiðjunni okkar í Lettlandi og úr varð þessi lína, sem lýsir ekki aðeins í myrkri, heldur er einnig stílhrein og hefur mikið notagildi.

Jakkinn hefur sama snið og hinn margverðlaunaði Snæfell jakki, með nokkrum breytingum á smáatriðum. Jakkinn er gerður úr vatnsfráhrindandi endurskinsefni og er hönnun jakkans látlaus og sígild. Sérmótuð hetta sem byrgir ekki sýn og rúmar hjálm undir ásamt deri á hettu fyrir aukin þægindi. Snúrugöng við hálsmál og fald til að aðlaga snið ásamt riflás við úlnlið.

Jakkinn er hannaður til þess að geta klæðst grunn- og miðlagi undir.