Snæfell
Ný og endurbætt útgáfa af Snæfell skeljakkanum sem hentar vel í gönguferðir, á skíði, í hjólaferðir, á kajak, eða einfaldlega í hvaða útivist sem er. Samspil aukinnar vatnsheldni, teygjanleika og einstakrar öndunnar gerir hann að jakka sem hentar vel við hinar ýmsu aðstæður.
Uppfærslan af hinum geysivinsæla Snæfell skeljakka, sem fyrst var framleiddur árið 2009, er nú framleiddur úr Polartec Bio Based Weather Protection efni sem er að hluta til er framleitt úr plöntubundnu efni í stað PFAS efna. Við þetta margfaldast vatnsheldni jakkans sem er nú með 20.000 mm vörn gegn bæði regni og vind en hefur einnig einstaka öndunareiginleika.
Jakkinn er framleiddur úr Polartec® Power Shield™ Pro efni sem er eitt fremsta efnið á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum. 20.000 mm vatnsheldni þýðir að hægt er að nota jakkann í mikilli úrkomu.
Jakkinn er frábær fyrir alla hreyfingu og útivist í fjölbreyttu veðri. Hönnun jakkans er látlaus og sígild, meðal eiginleika jakkans eru öndunarop í gegnum vasa, sérmótaðir olnbogar fyrir góða hreyfigetu og að jakkinn er síðari að aftan en framan. Jakkinn er með fáa sauma, þrátt fyrir tæknilegt snið, sem gerir það að verkum að áhætta á leka í gegnum sauma er lágmörkuð. Sérmótuð hetta sem byrgir ekki sýn og rúmar hjálm undir ásamt deri á hettu fyrir aukin þægindi og vörn gegn sól og vætu. Snúrugöng við hálsmál og fald til að aðlaga snið. Kortavasi á vinstri ermi, nýtist fyrir skíðapassa, renndur innanverður vasi og snúrugöng í faldi.
Jakkinn er hannaður til þess að geta klæðst grunn- og miðlagi undir. Við mælum með því að panta þá stærð sem þið eruð vön að nota, en fyrir þá sem eru á milli stærða er ráðlagt að panta stærð neðar.
Dömu fyrirsætan er 180 cm á hæð og hún er í stærð M
- Framleiðsluábyrgð Lestu ábyrgðarskilmálana okkar
- Ytra lag - Aðal
53% polyamide, 47% polyester | Polartec® Power Shield® Pro
- Þvottaleiðbeiningar
Þvo í þvottavél á eða undir 30°C
Ekki bleikja
Má ekki þurrhreinsa
Hengja til þerris
- Skel
Polartec
- Hentar fyrir
Hlaup
Hjólreiðar
Göngur
Skíði
Golf
Dagsdaglega notkun
- Eiginleikar
Vatnsheld
Andar
Vindvörn
- Stíll
Skel- og léttir jakkar
Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 ISK
Samkvæmt reglum um rafræn kaup má falla frá kaupum án þess að tilgreina nokkra ástæðu innan 14 daga frá afhendingu vörunnar fyrir fulla endurgreiðslu.
Upplýsingar um skilareglur hér.