Hafnartorg
Bryggjugata 7
101 Reykjavík
Við höfum nú opnað nýja verslunin á Hafnartorgi. Þar finnur þú breitt vöruúrval, ásamt því að geta ráðfært þig við sérþjálfað starfsfólk sem getur aðstoðað þig við allt sem tengist fatnaðinum okkar.
Við erum afar stolt af samstarfi okkar við íslenska hönnuði í versluninni á Hafnartorgi. Verslunin var hönnuð af Basalt arkitektum, þar sem innblástur var sóttur í íslenskt veður, umhverfi og skírskotun í hafið og arfleifð 66°Norður. Lýsingin er skírskotun í veðurkort.
Búðarborðið er með íslenskri flóru eftir hönnuðinn Rögnu Ragnars. Í borðplötunni eru þurrkaðar blómajurtir og hliðarnar steyptar úr svörtum sandi.
Stólarnir sem má finna í mátunarklefum verslunarinnar kallast Ermi og eru hannaðir af Valdísi Steinars og Arnari Inga. Stólarnir eru gerðir úr ermum úr úlpum sem ekki var hægt að gera við.
Hægt er að lesa meira um stólana hér.
Víða um búðina má finna stóra skúlptúra sem eru hluti af sýningu listakonunnar Öldu Ægisdóttur, Útópíu. Verkin eru innblásin af frumum, bakteríum, plöntum og skordýrum, og dregur fram þá litlu heima sem leynast allt í kringum okkur.
Opnunartímar
- Mánudagur
- 10:00 - 18:00
- Þriðjudagur
- 10:00 - 18:00
- Miðvikudagur
- 10:00 - 18:00
- Fimmtudagar
- 10:00 - 18:00
- Föstudagur
- 10:00 - 18:00
- Laugardagur
- 10:00 - 18:00
- Sunnudagur
- 10:00 - 18:00
Hafnartorg
Hafa samband
+354 535 6600
66north@66north.is
Staðsetning
Hafnartorg
Bryggjugata 7
101 Reykjavík
Ísland