Fyrirsæta og plötusnúður
Emilie Lilja er mikið jólabarn enda er hún með óteljandi jólahefðir að eigin sögn. Hún starfar sem áhrifavaldur, plötusnúður og hlaðvarpsstjórnandi auk þess sem hún tekur að sér umsjón ýmissa verkefna innan blómstrandi menningarsenu Kaupmannahafnar. Hún nýtir frítíma sinn í ýmis konar hreyfingu í borginni, en mest nýtur hún þess að keyra norður fyrir Kaupmannahöfn og heimsækja fjölskylduna sína.
Emilie finnst fátt skemmtilegra en að ferðast og kynnast nýjum menningarheimum.
2020 Gjafahugmyndir
Emilie Lilja mælir með
Viðtal
Jólin hjá Emilie Lilja
Hver er þín uppáhalds jólahefð?
Þann 1. desember fer ég til jólatrjásala sem er í nágrenninu og vel mér jólatré. Ég kaupi alltaf stærsta jólatréð sem passar í íbúðina mína, síðan ver ég kvöldinu í að skreyta tréð, hlusta á jólalög og borða “æbleskiver”, sem er danskt jólabakkelsi.
Hvaða 66°Norður flík notar þú mest?
Það fer eftir árstíðum, en ég elska úlpurnar mínar yfir veturinn. Þegar byrjar að vora og á köldum sumarkvöldum fer ég alltaf í flíspeysuna mína, Tind, hún bjargar mér alveg!
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Ísland er einn mesti töfrastaður sem ég hef heimsótt og ég get ekki beðið eftir að fá að kanna landið enn betur. Það sem var eftirminnilegast voru svörtu strendurnar, mér þótti mikið til þeirra koma, ég hef aldrei séð svona áhrifamikla náttúru.
Hvernig munt þú verja jólunum í ár?
Í ár mun ég halda upp á jólin með foreldrum mínum og stórfjölskyldu. Jólin eru uppáhaldstími ársins fyrir mér svo ég er ótrúlega spennt, sumir myndu jafnvel segja að ég væri of spennt!
Áttu þér uppáhalds jólalag?
Ég var plötusnúður í mörgum jólapartíum, þannig ég er með góða blöndu á lagalistanum mínum á Spotify. Bæði róleg og kósý jólalög, en líka partý jólalög. Lögin koma mér í mikið jólaskap og ég hlusta bara á þau í desember.
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
Án efa Love Actually!
Með þjóðinni í 90 ár
Ending fatnaðarins
Frá árinu 1926 höfum við framleitt skjólgóðan fatnað fyrir íslensku þjóðina. Við gerum við alla framleiðslugalla án endurgjalds.
Viðgerðir og endurnýting.
Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða. Við skuldbindum okkur þar af leiðandi til þess að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær eru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.
Kolefnishlutlaus
Með heildrænni nálgun á hringrás alls fyrirtækisins viljum við lágmarka fótspor okkar og hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kringum okkur.