Jöklaleiðsögumaður
Sigurður Bjarni Sveinsson, eða Siggi Bjarni, er sannkölluð fjallageit og náttúruunnandi inn að innsta beini. Siggi er fæddur á Hvolsvelli og hafa jöklar Suðurlandsins og náttúran þar ávallt spilað stórt hlutverk í hans lífi. Hann hefur sigrað marga af frægustu tindum heims, komið á staði sem fáir hafa stigið fæti á og er hvergi nær hættur en dreifir boðskapnum á Instagram undir @siggiworld.
Siggi Bjarni ólst upp á Hvolsvelli og hefur kannað svæðið í kring ansi vel, enda ófá ævintýri að baki.
2020 Gjafahugmyndir
Siggi mælir með
Viðtal
Jólin með Sigga Bjarna
Hver er þín uppáhalds jólahefð?
Að fara með fjölskyldunni í skóglendi og velja mér jólatré fyrir jólin.
Hvaða 66°Norður flík notar þú mest?
Ég hugsa að mest notaða flíkin mín sé OK dúnjakkinn minn. Jakki sem ég nota mikið almennt en svo einnig þegar ég fer í fjallgöngur.
Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?
Öræfasveit ,ég hef tengst fjalllendinu þar meir og meir í gegnum árin og það er ennþá mjög mikið sem mig langar að gera þar í útivist.
Hvernig munt þú verja jólunum í ár?
Ég er nýfluttur á höfuðborgarsvæðið svo ég geri ráð fyrir því að ég verði í rólegheitum heima hjá mér og heimsæki systkini mín. Svo að sjálfsögðu mun ég leita til fjalla ef veðrið leyfir.
Áttu þér uppáhalds jólalag?
Jólasynir með Land og synir.
Hver er þín uppáhalds jólamynd?
Home Alone er alltaf klassísk.
Með þjóðinni í 90 ár
Ending fatnaðarins
Frá árinu 1926 höfum við framleitt skjólgóðan fatnað fyrir íslensku þjóðina. Við gerum við alla framleiðslugalla án endurgjalds.
Viðgerðir og endurnýting.
Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða. Við skuldbindum okkur þar af leiðandi til þess að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær eru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.
Kolefnishlutlaus
Með heildrænni nálgun á hringrás alls fyrirtækisins viljum við lágmarka fótspor okkar og hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kringum okkur.