Hringrás

Global Recycled Standard (GRS)

GRS vottun er alþjóðleg endurvinnslustaðlavottun, sem er samin fyrir þarfir textíliðnaðarins og er ætluð fyrirtækjum sem leitast eftir staðfestingu á magni endurunnins innihalds í vörum sínum auk vottunar á ábyrgum ferlum á sviði samfélags, umhverfis og notkunar á varasömum efnum í framleiðslu þeirra. Markmið GRS kerfisins er að skilgreina leikreglur sem skikka fyrirtækjum að setja fram skekkjulausar upplýsingar um innihald vara sinna, að þau skuli viðhalda góðum vinnuskilyrðum fyrir starfsfólk sitt, og að umhverfisáhrif af völdum notkunar á varasömum efnum sé lágmörkuð. Til að GRS vottunin sé veitt, verða öll fyrirtæki sem taka þátt í framleiðslu og rekstri afurðanna, þ.mt birgjar hálfunninna vara, einnig að uppfylla GRS staðla.

Hringrás

Samstarfsaðilar og Vottanir

Responsible Down Standard

Responsible Down Standard vottunin tryggir að dúnn og fjaðrir komi frá öndum og gæsum sem ræktaðar hafa verið á mannúðlegann hátt.

Lesa
Sagafur vottunarkerfið

Allur ekta feldur sem 66°Norður notar í vörum sínum er frá finnska uppboðshúsinu Saga Furs.