Hringrás

Responsible Down Standards Downpass (RDS)​

Responsible Down Standard tryggir að dúnn og fiður komi aðeins frá öndum og gæsum sem hafa verið meðhöndlaðar af gætni. Þar er átt við að gera þeim kleift að lifa heilbrigðu lífi, fylgja meðfæddri hegðun og þjást ekki vegna sársauka eða álags. Staðallinn fylgir einnig rekjanleikakröfum, frá býli til vöru, þannig að tryggt sé að dúnn og fiður merktur staðlinum (RDS) sé það örugglega.

Downpass merking er trygging fyrir hágæðum. Hún ábyrgist jafnframt að dúnn og fiður í fyllingum séu tínd á ábyrgan hátt og hluti af rekjanlegri keðju sem er stýrt á ábyrgan hátt.

Hringrás

Samstarfsaðilar og Vottanir

Sagafur vottunarkerfið

Allur ekta feldur sem 66°Norður notar í vörum sínum er frá finnska uppboðshúsinu Saga Furs.

Lesa
OKEO-TEX® Standard 100

OEKO-TEX® Standard 100 er alþjóðlega samræmt vottunarkerfi fyrir hráan textíl, hálfunnar og fullkláraðar textílvörur.