
Húfa sem skiptir máli
Við kynnum Landsbjörg húfuna, hlýja og endingargóða húfu úr merino ullarblöndu sem hönnuð var í samstarfi við Landsbjörg til styrktar björgunarsveitum landsins.
Lesa meira um
NORÐUR tímarit
Norður Tímarit
Fyrir jöklana

66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína í annað sinn og skapað ilmheim innblásinn af ógnvænlegri framtíð jöklanna, en jöklar hafa mótað landslag Íslands um aldaraðir en eru að hverfa.

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson (RAX) hefur myndað fólk og náttúru á norðurslóðum í fjóra áratugi. Hann hefur séð umhverfið taka miklum breytingum á þessum tíma og hvernig hlýnandi loftslag hefur áhrif á líf fólks í norðrinu.
NORÐUR tímarit
Í nær hundrað ár hefur 66°Norður framleitt fatnað fyrir vinnandi fólk með það að markmiði að gera leik og starf mögulegt í krefjandi aðstæðum. NORÐUR sögurnar segja frá fólkinu, fatnaðinum, veruleikanum og sérkennilega hversdagslífinu.

Stór hluti af menningu Íslendinga er að baða sig í heitum laugum. Þetta fylgir því að búa á eldfjallaeyju með köldu og óvægnu veðurfari en með nóg af heitu vatni frá náttúrunnar hendi.

66° Norður hefur hlotið alþjóðlega sjálfbærnivottun B Corp™ fyrst íslenskra fyrirtækja. Vottunina hljóta þau fyrirtæki sem hafa uppfyllt hæstu kröfur um samfélagslega og umhverfislega frammistöðu í starfsemi sinni á ábyrgan og gagnsæjan hátt.

Þau Mummi og Rannveig búa ásamt börnum sínum tveimur, Steini Kaldbak og Heiðu Guðbjörgu á bænum Mörtungu 2 í Vestur-Skaftafellssýslu. Þau reka sauðfjárbú og ferðaþjónustu með fjallahjólaferðir.