Jöklalykt

Ísskúlptúrar fljóta í söltu vatni.
Fjarlægar drunur rjúfa þunga þögnina.
Aldargamall jarðvegur grafinn undir ís, bíður.
Blautir sokkar, nefrennsli, kaldur andardráttur.
Aðmýkt frammi fyrir hvítum sjóndeildarhring.
Útskorið landslag, steinefni afhjúpuð.
Þungar gler plötur,
Hrynja

Innblásin af ógnvænlegri framtíð jöklanna

66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína í annað sinn og skapað ilmheim innblásinn af ógnvænlegri framtíð jöklanna, en jöklar hafa mótað landslag Íslands um aldaraðir en eru að hverfa.

Ilmurinn dregur upp mynd af mögulegri nálægri framtíð þar sem aldagamall, ósnertur jarðvegur afhjúpast smám saman með því sem jöklarnir minnka. Ár eftir ár.


Íslendingar eiga mjög sérstaka tengingu við náttúruna, en það er stundum eins og að óútreiknanlega veðurfarið hér á landi hafi sinn eigin sjálfstæða vilja. Við tökum náttúrunni eins og hluta af okkar eigin fjölskyldu eða órjúfanlegan hluta af sjálfum okkur. Að taka virkan þátt í að varðveita jöklana, hreina vatnið og vistkerfið okkar er ekki bara skylda okkar heldur einnig einlæg skuldbinding.

Lilja Birgisdottir, Co-founder, Fischersund

Fáanleg í takmörkuðu upplagi í vefverslun og verslunum 66°Norður á Laugavegi og Keflavíkurflugvelli.

Fischersund

Jöklalykt

24. nóvember 2023

Fyrir jöklana

Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig. Þess vegna munu 25% af allri sölu í vefverslun föstudaginn 24. nóvember renna til Jöklarannsóknafélags Íslands. Þær breytingar sem eru að gerast í heiminum eru mjög sýnilegar okkur hér í norðrinu. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi. Við hjá 66°Norður viljum nota daginn til að vekja athygli á þessu máli og leggja okkar af mörkum til að sporna gegn þessari þróun.

Lesa


Undanfarin ár

Föstudagur fyrir jöklana okkar

2020
Carbfix

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að vísindasamfélagið í heiminum vinni saman að lausnum til að kljást við losun koltvísýrings

Lesa
2020
Ferðalag niður jökulárnar

Chris Burkard er heimsþekktur ævintýraljósmyndari sem hefur ástríðu fyrir Íslandi. Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið undanfarinn áratug og hjá honum vaknað mikill áhugi fyrir því að fanga á mynd jökulárnar sem renna frá hálendinu alla leið til sjávar. 

2021
Þar sem jökullinn hopar

Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Föstudagar fyrir jöklana undanfarin ár
5 greinar
Platan sem hverfur

Hipsumhaps

Föstudagur fyrir jöklana 2021Lesa
Oceans missions

Ása Steinars

Föstudagur fyrir jöklana 2021Lesa
Lífið við jökulrætur

Þorsteinn Roy og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir

Föstudagur fyrir jöklana 2020Lesa
Heimildir um breytingar

Ragnar Axelsson

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa
Um tíman og vatnið

Andri Snær Magnason

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa