29. nóvember 2024
Fyrir jöklana
Föstudaginn 29. nóvember munum við í sjötta skiptið leggja fram 25% af sölu okkar í vefverslun til að fjármagna íslensk umhverfissamtök sem öll eiga það sameiginlegt að vernda náttúruna okkar. Í ár munum við styrkja Jöklarannsóknarfélag Íslands.
Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig.
Þær breytingar sem eru að gerast í heiminum eru mjög sýnilegar okkur hér í norðrinu. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi. Við hjá 66°Norður viljum nota daginn til að vekja athygli á þessu máli og leggja okkar af mörkum til að sporna gegn þessari þróun.
Undanfarin ár höfum við gefið hluta af sölu okkar til Landverndar, Votlendissjóðs og Jöklarannsóknafélags Íslands, sem allir hafa það að markmiði að vernda náttúruna á einn eða annan hátt. Í ár munum við aftur styrkja Jöklarannsóknafélag Íslands.
Jöklarannsóknafélag Íslands var stofnað árið 1950, en markmið þess er að stuðla að jöklarannsóknum og fræðslu um jöklana okkar og nágrenni. Samvinna vísindamanna og sjálfboðaliða er grundvöllur félagsins sem hefur skilað miklum árangri og eflt jöklarannsóknir hér á landi enn frekar. Félagið hefur stundað mælingar á hopi og framskriði jökulsporða allt frá upphafi. Einstakir félagar hafa tekið einn eða fleiri jökulsporða í fóstur og mælt stöðu þeirra einu sinni á ári, líkt og fjölskyldan í Reykjarfirði hefur gert með Drangajökul.
Fyrir jöklana
Síðan 2019 höfum við ekki tekið þátt í Svörtum föstudegi. Þess í stað höfum við lagt fram 25% af sölu okkar í vefverslun til að fjármagna íslensk umhverfissamtök sem öll eiga það sameiginlegt að vernda náttúruna okkar.
2023 | Jöklarannsóknafélags Íslands
25% af allri sölu í vefverslun á föstudeginum 24. nóvember rann til Jöklarannsóknafélags Íslands.
2022 | Jöklarannsóknafélags Íslands
25% af allri sölu í vefverslun á föstudeginum 25. nóvember rann til Jöklarannsóknafélags Íslands.
2021 | Jöklarannsóknafélags Íslands
25% af allri sölu í vefverslun á föstudeginum 26. nóvember rann til Jöklarannsóknafélags Íslands.
2020 | Votlendissjóður
25% af allri sölu í vefverslun frá föstudeginum 27. nóvember til mánudagsins 30. nóvember rann til Votlendissjóðsins.
2019 | Landvernd
25% af allri sölu í vefverslun frá föstudeginum 29. nóvember til mánudagsins 2. desember rann til Landverndar.
Eyjafjallajökull | 2000 - 2023
Tindfjallajökull | 2000 - 2023
Samstarf 66°Norður og JÖRFÍ
2021-2022
Jöklarannsóknafélagið gerði út leiðangra til þess að endurvekja afkomumælingar á Tindfjallajökli og Eyjafjallajökli. Í stuttu máli var mæld hver snjósöfnun yfir veturinn var með því að bora í gegnum vetrarlagið í maí og hversu mikil sumarbráðnunin var á haustmánuðum, en þar með fæst mat á á ástandi jökulsins. Markmiðið með verkefninu var að auka skilning á afkomu smærri jökla á Íslandi og stuðla að aukinni vitundarvakningu um jöklabreytingar í hlýnandi loftslagi. Tækifærið var einnig nýtt og tekið upp myndefni sem sýnir hvernig afkomamælingarnar eru framkvæmdarr að vori og hausti. Niðurstöður verkefnisins voru kynntar á haustfundi Jöklarannsóknafélagsins auk þess sem að stutt myndband var búið til með efni úr ferðunum.
2022-2023
Að undanförnu hefur verið safnað sögulegum ljósmyndum af jöklum landsins og m.a. unnið að skönnun ljósmynda í eigu Jöklarannsóknafélagsins. Ljósmyndirnar veita innsýn í breytingar sem orðið hafa á jöklum landsins undanfarna áratugi og allt frá því um 1900. Hluti af samstarfinu gekk út á að heimsækja valda staði og endurtaka ljósmyndirnar. Samanburður á myndum sýnir á einfaldan og áhrifaríkan hátt hvernig jöklar hafa rýrnað og eru mikilvægur þáttur í að skrásetja breytingar á jöklunum okkar. Valin ljósmyndapör verða birt á jöklavefsjánni (islenskirjoklar.is) og samfélagsmiðlum Jöklarannsóknafélagsins og 66°Norður.
Svínafellsjökull | 1940 - 2019
Um jöklabreytingar
Jöklar hér á landi tóku að hörfa hratt eftir 1995 og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýr vitnisburður um hlýnandi loftslag. Nokkrir smájöklar hafa horfið á þessu tímabili og ljóst að margir jöklar munu hverfa á næstu áratugum. Frá aldamótunum 2000 hafa íslenskir jöklar minnkað um 850 km2, sem samsvarar um einum Langjökli, en frá því um 1900 höfum við hins vegar tapað því sem samsvarar þremur Langjöklum. Jökullón hafa myndast framan við fjölmarga jökla og þau stækka eftir því sem jöklarnir hörfa.
Sjálfboðaliðar Jöklarannsóknafélagsins sinna mælingum á fjölmörgum jökulsporðum víðs vegar um land. Margir af stærri skriðjöklum landsins hafa hopað um mörg hundruð metra á síðustu 2 árum, sem dæmi má nefna að Dyngjujökull hefur hörfað um 500 m, Síðujökull um 300 m, Breiðamerkurjökull og Hagafellsjöklar um 250 m og Þjórsárjökull um 100 m.
Fjallsjökull | 1988 - 2021
Undanfarin ár
Föstudagur fyrir jöklana okkar
Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að vísindasamfélagið í heiminum vinni saman að lausnum til að kljást við losun koltvísýrings
Chris Burkard er heimsþekktur ævintýraljósmyndari sem hefur ástríðu fyrir Íslandi. Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið undanfarinn áratug og hjá honum vaknað mikill áhugi fyrir því að fanga á mynd jökulárnar sem renna frá hálendinu alla leið til sjávar.
Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands.
Föstudagar fyrir jöklana undanfarin ár
5 greinarPlatan sem hverfur
Hipsumhaps
Oceans missions
Ása Steinars
Lífið við jökulrætur
Þorsteinn Roy og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir
Heimildir um breytingar
Ragnar Axelsson
Um tíman og vatnið
Andri Snær Magnason