66°Norður og íslenski Rauði krossinn standa að samstarfi þar sem hringrás er í fyrirrúmi. Um er að ræða notaðar 66°Norður flíkur sem hafa eignast nýtt líf. Lokaafurðin er síðan send aftur til Rauða krossins sem hlýtur allan ágóða af sölunni. Flíkurnar verða til sölu í verslun Rauða krossins á Laugavegi 12 frá og með föstudeginum 9. febrúar kl. 12:00
66°Norður og Rauði krossinn á Íslandi standa að samstarfi þar sem hringrás er í fyrirrúmi. Í þessu verkefni voru notaðar 66°Norður flíkur sem Rauði krossinn fékk í sínar hendur sendar á saumastofuna okkar. Efnalaugin Fönn sá um að hreinsa flíkurnar áður en saumastofan okkar fékk þær í sínar hendur. Ungu íslensku hönnuðirnir í Fléttu sérhönnuðu merkimiða fyrir flíkurnar úr afskurði frá framleiðslu okkar. Lokaafurðin er síðan send aftur til Rauða krossins sem hlýtur allan ágóða af sölunni.
Hugtakið ódrepandi er ríkjandi í nálgun okkar að fatnaði. Sú sýn kemur heim og saman með Rauða krossinum. Viðskiptavinir okkar geta sent flíkur til lagfæringar á saumastofuna okkar, auk þess að skila gömlum flíkum til að fá afslátt við næstu kaup. Við sjáum til þess að viðskiptavinir okkar geti skilað flíkum í verslanir okkar hvenær sem er. Þannig tryggjum við að varan verði endurnýtt eða fái nýtt líf í öðrum höndum.
Um 9% íslensku þjóðarinnar eru meðlimir í Facebook hópnum ‚Notaður 66°Norður fatnaður til sölu/óskast‘ – 33.700 manns af alls 376.000 Íslendingum.
Ódrepandi staðreyndir
Saumastofa 66°Norður tekur við yfir 4.000 flíkum á ári til viðgerðar.
„Elstu flíkurnar í þessu samstarfi eru Kríu flíspeysurnar en þær eru rúmlega 30 ára gamlar og eru ennþá góðu standi. Við skiptum aðallega um teygjur á þeim sem morkna með tímanum en örfáar flíspeysur fengu einnig nýjan rennilás.”
Hófi, yfirmaður viðgerðadeildar 66°Norður.
„66°Norður vörurnar eru vinsælar hjá okkur. Túristarnir eru oft mjög ánægðir að fá þær second hand eftir að hafa skoðað í verslunum ykkar. Þær seljast sérstaklega vel á Laugavegi 12.“
Guðbjörg Rut Pálmadóttir, flokkunarstjóri í Fataverkefni Rauða krossins.
„Við erum að sjá skemmtilegri eldri flíkur eins og skeljakka sem heitir Glymur sem er 20 ára gamall, það er jakki sem hönnunardeildin okkar notar ennþá sem innblástur fyrir nýjar vörur.”
Hófi, yfirmaður viðgerðadeildar 66°Norður.
„Fötin frá 66°Norður eru vönduð og endingargóð sem er það sem við leitumst eftir í endursölubransanum.”
Elsa Vestmann fataflokkari og samfélagsmiðlastjóri Rauðakrossbúðanna.
NORÐUR Tímarit
Hringrás
66°Norður og íslenski Rauði krossinn standa að samstarfi þar sem hringrás er í fyrirrúmi.
Með því að fylgja leiðbeiningum um þvott og meðferð flíkanna þinna munu þær koma til með að endast í áraraðir.
Útivistarfatnaðurinn frá 66°Norður gerir fólki kleift að þrífast þar sem annars væri ólíft. Slitsterkar úlpur hafa hins vegar sín takmörk.
Á sýningunni var gefin innsýn í tilraunakennt ferli á bakvið samstarf Fléttu og 66°Norður þar sem markmiðið er að skapa farveg fyrir afskurði frá framleiðslu á fatnaði 66°Norður.
Með þjóðinni í yfir 90 ár
Full ábyrgð
Skjólgóð föt verða einfaldlega að virka. Þess vegna lagfærum við eða skiptum út öllum gölluðum flíkum án endurgjalds.
Ending
Gæðafatnaður á að endast alla ævi - og helst lengur. Við gerum við flíkina þína, sama hversu gömul hún er.
Sjálfbærni
Góð ending, endurunnin efni og bættir framleiðsluhættir: Allt hjálpar þetta til við að lágmarka okkar kolefnisspor og hafa jákvæð áhrif á umhverfið.