Þórsmörk parka

Séríslensk en sígild

Ein vinsælasta flík 66°Norður er Þórsmörk, vatnsheld parka úlpa með dúnfyllingu sem kom fyrst á markað árið 2006 en er löngu orðin sígild. Við fengum Bergþóru Guðnadóttur, sem hannaði úlpuna á sínum tíma og stofnandi og eigandi Farmers Market, til að segja okkur frá hönnunarferlinu:

„Þegar ég var að alast upp á níunda áratugnum voru bókstaflega allir í frönsku Millet dúnúlpunum. Maður grenjaði svona úlpu út í jólagjöf, jafnvel tvö ár í röð því þetta voru alls ekki ódýrar flíkur. En þrátt fyrir allt þá var þetta ekkert rosalega praktísk úlpa fyrir íslenskan vetur sem er iðulega svo umhleypingasamur. Ég man eftir að hafa verið labbandi heim í Árbænum í algjöru úrhelli. Úlpan varð gegnblaut þannig að dúnninn varð að einni klessu og missti alla einangrun. Svo kom frost og þá varð flíkin að níðþungri klakabrynju!

Í upphafi aldarinnar fékk ég mjög frjálsar hendur með ákveðið konsept sem við kölluðum „Icelandic Living.“ Þetta voru flíkur eins og Vindur, Kaldi og Bragi; föt sem voru kannski svolítið þjóðlegri, til dæmis vísunin í lopapeysumynstrið sem er á Kalda. Það var og er mjög mikil samkeppni í útivistarfatnaði og við vildum með þessum flíkum endurspegla sérstöðu okkar sem íslensks fyrirtækis og miðla ákveðinni leikgleði í hönnuninni.“

Sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður

Þannig að það kom upp sú hugmynd að gera Þórsmörk: dúnúlpu sem væri sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður. Hún var með algjörlega vatnshelt ytra byrði og með límdum vatnsheldum saumum en hefðbundin einangrandi dúnúlpa að innan. Ég sótti líka innblástur til fornra stakka og anorakka Norðurslóða. Ef maður skoðar til að mynda gamla búninga frá inúítum Grænlands og Kanada þá eru þetta gjarnan síðir stakkar með stórar hettur og loðkraga kringum andlitið, eins og á Þórsmörk.

Það var alls ekki víst að þessi flík myndi ná neinni fótfestu, sérstaklega erlendis, svo það er frábært að hún hafi slegið svona í gegn og gaman að sjá fólk klæðast henni enn þann dag í dag. 66°Norður hefur lagt mikla áherslu á endingargóðar flíkur í ljósi sjálfbærni og Þórsmörk er gott dæmi um hvað sú nálgun getur heppnast vel.“

Norður tímarit

Þórsmörk Parka

Þórsmörk

Ein vinsælasta flík 66°Norður er Þórsmörk, vatnsheld parka úlpa með dúnfyllingu sem kom fyrst á markað árið 2006 en er löngu orðin sígild.

Lesa
Í Þórsmörk Parka síðan 2006

Við hjá 66°Norður settumst niður með þremur Íslendingum sem hafa treyst á hina klassísku Þórsmörk í fjölda ára. Hvort sem þau eru að spígspora um borgina eða uppi á jökli er Þórsmörk alltaf með þeim.