Vetrarhlaup
Útihlaup í frosti (-10˚C)
Langir vetur og stutt sumur gera það að verkum að íslenskir hlauparar þurfa að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum. Kuldi, snjór og hvassvirði eru algengir hlutir á matseðlinum og því er mikilvægt að kynna sér vel listina á bakvið rétta samsetningu á tæknilegum fatnaði.
Almenn ráðlegging er að klæðast frekar færri en fleiri flíkum og velja tæknileg efni umfram bómull.
Fyrsta skrefið í undirbúning fyrir hlaup í frosti er að velja rétt grunnlag, en sú flík er næst líkamanum og skiptir því mjög miklu máli í að halda réttu hitastigi. Lélegt grunnlag getur gert dýrustu skeljar gagnslausar. Grunnlög fyrir kaldar aðstæður eru almennt framleidd úr ull, en grunnlög fyrir heitari aðstæður eru úr tæknilegum efnum. Helsta hlutverk grunnlagsins er að flytja svita frá líkamanum á ytra yfirborð grunnlagsins, þar sem hann gufar upp. Grunnlagið sem við mælum með fyrir hlaup í frosti er Básar Merino ullarfatnaðurinn, hvort sem það er hálfrenndur bolur sem nær upp í háls, eða venjulegur langerma bolur. Merino ullarfatnaður, eins og Básar línan okkar, er einstaklega góður þegar kemur að því að viðhalda varma, en ullarþræðirnir halda að sér miklu lofti og þar af leiðandi hitanum sem líkaminn gefur frá sér á hlaupum. Fyrir marga er nóg að klæðast þunnum og vatnsfráhrindandi skeljakka yfir ullarfatnaðinn, jakka eins og Staðarfell NeoShell. Sumir kjósa hins vegar að klæðast þykkari einangrunarflíkum, líkt og Öxa Primaloft eða Vatnajökull Powerfill vesti. Hafðu þó í huga að taka ákefð æfingarinnar með inn í reikninginn; meiri ákefð kallar á léttari klæðnað.
Viðeigandi aukahlutir eru svo ómissandi þegar hlaupið er í kulda, en bæði hendur og fætur spila stórt hlutverk í að stjórna hitastigi líkamans. Góð húfa, vettlingar, hálsklæði, og stundum þykkari sokkar eru allt saman hlutir sem þú vilt skoða áður en þú ferð út í hlaup í kulda, en aukahlutirnir gefa þér kost á að aðlagast veðuraðstæðum í miðju hlaupi.
Þegar þú hleypur að vetri til í frosti, þá er alltaf hætta á að gangstéttir og götur séu sleipar. Því mælum við ávallt með því að skoða vel aðstæður áður en þú leggur af stað og klæðast sérstökum hlaupamannbroddum ef þú metur aðstæðurnar slíkar.Langir vetur og stutt sumur gera það að verkum að íslenskir hlauparar þurfa að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum. Kuldi, snjór og hvassvirði eru algengir hlutir á matseðlinum og því er mikilvægt að kynna sér vel listina á bakvið rétta samsetningu á tæknilegum fatnaði.
Vetrarhlaup
Hlaupum allt árið
Það er fátt jafn hressandi og að fara út að hlaupa á köldum vetrardegi. Þar er réttur útbúnaður lykilatriði, því hressandi hlaup getur fljótt snúist upp í andstæðu sína ef ekki er hugsað nægilega vel út í viðeigandi klæðnað. Það getur verið snúið að velja rétta samsetningu á fatnaði og því höfum við tekið saman leiðarvísi að því hvernig skal klæða sig rétt fyrir útihlaup við frostmark
Langir vetrar og stutt sumur gera það að verkum að íslenskir hlauparar þurfa að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum. Kuldi, snjór og hvassvirði eru algengir hlutir á matseðlinum og því er mikilvægt að kynna sér vel listina á bakvið rétta samsetningu á tæknilegum fatnaði.