Vitræn veðurvörn
Skaftafell GORE-TEX® INFINIUM™ jakki
Frá 72.000krSkaftafell er einstaklega þægilegur og fjölhæfur skeljakki.
Skaftafell, úr GORE-TEX Infinium öndunarefni, veitir skjól frá náttúruöflunum með fágaðri skel sem sækir innblástur í arfleifðina. Hvað varðar sambland af stíl, þægindum og nytsemi er enginn betri.
“
Skaftafell jakkinn hefur bjargað mér ótal sinnum þegar ég er úti að ganga eða hjóla. Teygjanlega og vatnsþolna efnið hefur haldið mér þurrum á löngum og vindasömum rigningardögum. Hann er einnig frábær í borginni, sem gerir hann tilvalinn við hvaða aðstæður sem er.
Benjamin Hardman, ljósmyndari.
Efni og skel
Teygjanlegt GORE-TEX® INFINIUM™ lagskipt efni með nælon/elastan ytra byrði.
Ólíkt venjulegu vatnsheldu efni er GORE-TEX®, INFINIUM™ sérlega vatnsþolið. Það sem glatast í fullkominni vatnsvörn er bætt upp með þægindum og öndunareiginleikum.
INFINIUM™ veitir vitræna veðurvörn: nóg til að höndla Ísland án þess að gefa afslátt af notagildinu.
Besti jakkinn er sá sem þú klæðist. Þess vegna hönnuðum við Skaftafell sem er svo auðvelt að vera í. GORE-TEX® INFINIUM™ veitir jafna vernd þar sem ytra efnið er jafn teygjanlegt og það er mjúkt. Litir sem sækja í fortíðina og fallegt snið bæta við kosti Skaftafells. Þrengingar á hettu, faldi og ermum gera notendum kleift að sníða Skaftafell nákvæmlega að aðstæðum hverju sinni.
Því ef jakkinn þinn er þægilegur þá er erfitt að fara úr honum. Það er vitræn veðurvörn.
Við leggjum okkur fram við að framleiða útivistarflíkur úr sjálfbærum efnum og þar með að hjálpa þeirri jörð sem þær eru gerðar til að kanna. Meiri upplýsingar um hringrásina okkar er að finna á 66north.com/circular.
Tæknilegir eiginleikar
Hannað og þrautreynt á Íslandi síðan 1926
Andar
Vindheldur
Vatnsþolinn
GORE-TEX® INFINIUM™
Skaftafell er úr GORE-TEX® INFINIUM™, þægilegu vatnsþolnu lagskiptu efni frá GORE-TEX®, rómuðum framleiðanda vatnsheldra efna.
Árið 1969 hannaði GORE-TEX® vatnshelt lagskipt öndunarefni og þar með útivistariðnaðinn eins og hann þekkist í dag. Síðan þá hefur GORE-TEX® unnið sleitulaust að því að bæta sérþekkingu sinni á veðurvörn saman við allskonar textílefni. Með INFINIUM™ vörulínunni hefur GORE-TEX® skipt út afburðavörn gegn úrhelli fyrir hversdagsleg þægindi og mýkt. Jakkar úr GORE-TEX® INFINIUM™ standa fyrir notagildi: ef þú hefur einhvern tímann verið „að deyja úr svita“ í hefðbundnum vatnsheldum lagskiptum jakka þá er INFINIUM™ svarið.
Eiginleikar
Vatnsþolinn rennilás.
Tveir rúmgóðir hliðarvasar með góðu plássi fyrir aukahluti.
Einn kortavasi á brjósti, fullkominn fyrir lítil verkfæri og skíðapassa.
Der á hettu fyrir meiri þægindi og vörn og með snúrum til að þrengja að.
Hægt að þrengja fald, hettu og ermar til að falla betur að notanda (eða til að bæta við veðurvörn; fer eftir deginum).
Vasar sem loftar í gegnum.
Snið og stærð
Þægilegt snið
Skaftafell passar vel og jakkinn er hannaður til að vera í utan yfir aðrar flíkur eins og flísvestið Tindur Shearling. Þau sem ætla að klæðast Skaftafelli utan yfir þykka flík ættu að íhuga að velja sér stærri stærð.
Þvottaleiðbeiningar
Góð meðhöndlun á flíkinni þinni viðheldur eiginleikum hennar.
Gore-Tex® er mjög tæknilegt efni, sem gerir þvottinn örlítið tæknilegan. En ekki örvænta! Þetta er ekkert mál ef þú fylgir þessum tæknilegu skrefum. Lokaðu öllum rennilásum og smellum fyrir þvottinn. Gore-Tex®-fatnað skal þvo einan og sér í þvottavél á 40°C með litlu magni af fljótandi þvottaefni. Aðeins skal nota fljótandi þvottaefni og forðast skal notkun á mýkingarefnum, blettaeyðum eða bleikiefni þar sem þau hafa áhrif á virknina í flíkinni – og ekki viljum við draga úr virkni í tæknilegri flík. Hreinsið tvisvar á lágri vindu. Eftir þvott er best að hengja flíkina upp til þerris eða þurrka hana í þurrkara á lágum hita. Frekari upplýsingar eru fáanlegar hér hjá Gore-Tex®.
NORÐUR tímarit
Veröld Skaftafells
Það er svo sannarlega ekki leiðinlegt að vera eldfjallafræðingur þessa dagana. Helga Kristín Torfadóttir er eldfjallafræðingur og doktorsnemi. Hún heldur út Instagram síðunni @geology_with_helga.
Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands.