Atvinnukona í fótbolta og læknanemi

Gjafahugmyndir

Elín Metta Jensen hefur æft fótbolta síðan hún var 5 ára gömul. Í dag er hún ein fremsta íþróttakona Íslands og spilar hún lykilhlutverk í knattspyrnuliði Vals og íslenska landsliðinu. Hún stundar einnig nám í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Mikill tími, orka og einbeiting fer í að sinna fótboltanum, en Elín hefur náð að elta hinn drauminn og stundar nám við læknisfræði við HÍ.

2020 Gjafahugmyndir

Elín Metta mælir með


Viðtal

Jólin hjá Elínu Mettu

Hver er þín uppáhalds jólahefð?

Ætli það sé ekki bara miðbæjarröltið á Þorláksmessu og að lesa góða bók á jóladag.

Hvaða 66°Norður flík notar þú mest?

Snæfell. Er búin að nota hann mikið á þessu ári, í innanbæjar göngutúrum og fjallgöngum, í rigningu og sól. Síðan var ég að fá peysu sem heitir Hrannar, mjúk og hlý, fullkomin þegar maður er með krónískan kuldahroll yfir vetrarmánuðina hér á Fróni. 

Hver er þinn uppáhaldsstaður á Íslandi?

Ég ferðaðist um Vestfirði síðasta sumar og fannst það æðislegt. En það er leyndarmál hvaða staður stóð upp úr. 

Hvernig munt þú verja jólunum í ár?

Ég mun vera á Íslandi, í faðmi fjölskyldunnar. 

Áttu þér uppáhalds jólalag?

Hlusta mjög mikið á jólaplötuna Nú stendur mikið til með Sigurði Guðmundssyni og Memfismafíunni. Þar er lagið Það snjóar í miklu uppáhaldi. Síðan má ég til með að nefna lag sem mér þykir afskaplega væntum, en það er Fairytale of New York með pönkhljómsveitinni Pogues. 

Hver er þín uppáhalds jólamynd?

Það eru Bridget Jones‘s Diary og Love actually.

Gjafahugmyndir

Fáðu hugmyndir um hina fullkomnu jólagjöf

Skoðaðu fleiri gjafahugmyndir

Með þjóðinni í 90 ár

Ending fatnaðarins

Frá árinu 1926 höfum við framleitt skjólgóðan fatnað fyrir íslensku þjóðina. Við gerum við alla framleiðslugalla án endurgjalds.

Viðgerðir og endurnýting.

Það er okkar markmið að flíkurnar okkar endist á milli kynslóða. Við skuldbindum okkur þar af leiðandi til þess að gera við allar 66°Norður vörur, sama hvort þær eru hluti af vörulínu síðasta árs, eða síðustu aldar.

Kolefnishlutlaus

Með heildrænni nálgun á hringrás alls fyrirtækisins viljum við lágmarka fótspor okkar og hafa jákvæð áhrif á umhverfið í kringum okkur.

Lesa meira um Hringrás

NORÐUR tímarit

Elín Metta: "Með mótvindinn í bakið"