Fyrir allra verstu veður
Hornstrandir er einn allra veðurheldnasti skeljakkinn okkar
Hornstrandir er hátæknileg skel úr GORE-TEX® Pro™ efni sem veitir einstakt skjól í erfiðum aðstæðum. Jakkinn er frábær jakki fyrir fjallamennsku og aðrar krefjandi aðstæður þar sem veðrið getur tekið upp á hverju sem er.
Veldu á milli tveggja gerða
Hornstrandir GORE-TEX PRO
Hornstrandir GORE-TEX PRO skeljakkinn er nú fáanlegur í tveimur mismunandi útgáfum. Önnur útgáfan er með sterkbyggðu GORE-TEX PRO efni í öllum jakkanum, en hin útgáfan er með teygjanlegum skeljarflötum á hliðum fyrir aukna hreyfigetu.
Hornstrandir | GORE-TEX PRO í öllum jakkanum
Hornstrandir | GORE-TEX PRO með teygjanlegu efni í hliðum
„Ég hef verið það heppinn að fá að nota þessa skel í einhverju mesta aftaka veðri sem ég hef lent í - hvort sem það var þegar ég hjólaði yfir allt hálendi Íslands, þegar ég lenti í úrhellisriningu á Laugaveginum, eða þegar ég þurfti að berjast á móti aftakaveðri á suðurströnd Íslands. Þessi jakki er alltaf í bakpokanum mínum.“
- Chris Burkard, Ljósmyndari
Efni og skel
GORE-TEX PRO - Vatnsheldasta og sterkasta efnið úr verksmiðjum GORE.
Við framleiðslu á GORE-TEX PRO er lagt alla áherslu á örugga vatnsheldni, góða öndun og endingu, með því að leiðarljósi að veita trygga vernd í erfiðustu aðstæður. 3ja laga hönnun efnisins byggist á notkun sérstakra himna, sem eru unnar til að veita hámarks vernd og mikinn styrk.
Hornstrandir er endingargóður, vatnsheldur og þolir vel núning og álagsnotkun. Hornstrandir er frábær jakki til að halda hita að og vætu frá í fjallamennsku og öðru sporti sem krefst þess að fatnaður sé þægilegur, tæknilegur og traustur. Sérstyrkt efni á öxlum og olnbogum fyrir mikið álag. Allir saumar eru límdir og innri öryggis vasi fyrir raftæki.
Við leggjum okkur fram við að framleiða útivistarflíkur úr sjálfbærum efnum og þar með að hjálpa þeirri jörð sem þær eru gerðar til að kanna. Meiri upplýsingar um hringrásina okkar er að finna á 66north.com/hringras
Tæknilegir eiginleikar
Hannað og þrautreynt á Íslandi síðan 1926
Góðir öndunareiginleikar
Vindheldur
Einstök vatnsheldni
Slitsterkur
GORE-TEX® PRO
Flíkur fyrir þá sem vilja fara lengra. GORE-TEX PRO flíkur eru hannaðar fyrir útivistarfólk sem þarf áreiðanlegustu veðurvörn sem völ er á. GORE-TEX PRO kemur með GUARANTEED TO KEEP YOU DRY loforði GORE framleiðandans.
Eiginleikar
Vatnsþolinn rennilás.
Tveir rúmgóðir hliðarvasar með góðu plássi fyrir aukahluti.
Tveir kortavasi á brjósti, fullkominn fyrir lítil verkfæri og skíðapassa.
Der á hettu fyrir meiri þægindi og vörn og með snúrum til að þrengja að.
Hægt að þrengja fald, hettu og ermar til að falla betur að notanda (eða til að bæta við veðurvörn; fer eftir deginum).
Snið og stærð
Þægilegt snið
Hornstrandir passar vel og jakkinn er hannaður til að vera í utan yfir aðrar flíkur eins og flíspeysuna Tindur Shearling. Þau sem ætla að klæðast Hornströndum utan yfir þykka flík ættu að íhuga að velja sér stærri stærð.
Þvottaleiðbeiningar
Góð meðhöndlun á flíkinni þinni viðheldur eiginleikum hennar.
Gore-Tex® er mjög tæknilegt efni, sem gerir þvottinn örlítið tæknilegan. En ekki örvænta! Þetta er ekkert mál ef þú fylgir þessum tæknilegu skrefum. Lokaðu öllum rennilásum og smellum fyrir þvottinn. Gore-Tex®-fatnað skal þvo einan og sér í þvottavél á 40°C með litlu magni af fljótandi þvottaefni. Aðeins skal nota fljótandi þvottaefni og forðast skal notkun á mýkingarefnum, blettaeyðum eða bleikiefni þar sem þau hafa áhrif á virknina í flíkinni – og ekki viljum við draga úr virkni í tæknilegri flík. Hreinsið tvisvar á lágri vindu. Eftir þvott er best að hengja flíkina upp til þerris eða þurrka hana í þurrkara á lágum hita. Frekari upplýsingar eru fáanlegar hér hjá Gore-Tex®.
Rýnt í smáatriðin
Chris Burkard | Umsögn
NORÐUR Tímarit
Heimur Hornstranda
Rúnar Pétur Hjörleifsson er fæddur og uppalinn á Austfjörðum, í návígi við stórbrotnu náttúruna sem þar er að finna og fjöllin sem gnæfa yfir fjörðunum. Það má því segja að brekkurnar í bakgarðinum hafi óneitanlega haft áhrif á hann í seinni tíð, þar sem snjóbrettið á hug hans og hjarta, og veit hann fátt betra en að leita uppi næstu brekku til að renna sér þar niður.
Það má segja að fjallið sem oft gengur undir nafninu Hrútsfjall sé einn af heilögum kaleikum fjallaklifurs á Íslandi. Saman mynduðu Siggi Bjarni og ljósmyndararnir og útivistaráhugamennirnir Benjamin Hardman og Þorsteinn Roy Jóhannsson þríeyki sem stefndi að þriggja daga könnunarleiðangri upp Hrútsfjallið. Klyfjaðir búnaði myndu þeir skrásetja ferðalagið jafnóðum.
Paraðu saman við
Hornstrandir GORE-TEX PRO smekkbuxur
Buxurnar eru hannaðar fyrir sérstaklega erfið skilyrði og langvarandi og mikla notkun. Þær eru vatns- og vindheldar og anda vel. Allir saumar eru límdir og er styrking í efni á álagssvæðum.