Málstofa í Grósku 23. nóvember

Erum við að kaupa til að henda?

Málstofa Grósku. 23. nóvember

66°Norður, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og Festa standa fyrir málstofu í Grósku 23. nóvember kl. 9 - 10:30 sem fjallar um mikilvægi hringrásar í fatnaði og hönnun. Örerindi og pallborðsumræður um þetta mikilvæga málefni.

Markmiðið með málstofunni er að fræða og ræða neikvæð umhverfisáhrif offramleiðslu og ofneyslu. Áherslan er að vekja athygli neytenda, hönnuða og framleiðenda á málefninu og hvetja til umhverfisvænni framleiðslu, hönnunar og neysluhegðunar.

Fundarstjóri er Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri hringrásarhagkerfis hjá Sorpu og meðal þeirra sem halda erindi er Hrefna Sigurðardóttir, hönnuður hjá Studio Fléttu sem nýverið vann tvenn verðlaun á Hönnunarverðlaunum Íslands fyrir nýskapandi og hringrásarvæn verkefni, hönnuðurinn Valdís Steinars, Kristín Vala Ragnarsdóttir, umhverfisverkfræðingur og prófessor hjá Háskóla Íslands ásamt því að Regn, nýtt söluplattform fyrir notaðan fatnað verður með erindi.

Í kjölfarið verða pallborðsumræður sem Freyr stýrir.

Skoða viðburðinn


Fyrir jöklana

Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig.
25% af allri sölu í vefverslun 24. nóvember rennur til Jöklarannsóknafélags Íslands.

Lesa
Jöklalykt

66°Norður og ilmhúsið Fischersund hafa sameinað krafta sína í annað sinn og skapað ilmheim innblásinn af ógnvænlegri framtíð jöklanna, en jöklar hafa mótað landslag Íslands um aldaraðir en eru að hverfa.

Undanfarin ár

Föstudagur fyrir jöklana okkar

2020
Carbfix

Það hefur aldrei verið mikilvægara en nú að vísindasamfélagið í heiminum vinni saman að lausnum til að kljást við losun koltvísýrings

2020
Ferðalag niður jökulárnar

Chris Burkard er heimsþekktur ævintýraljósmyndari sem hefur ástríðu fyrir Íslandi. Hann hefur ferðast vítt og breitt um landið undanfarinn áratug og hjá honum vaknað mikill áhugi fyrir því að fanga á mynd jökulárnar sem renna frá hálendinu alla leið til sjávar. 

2021
Þar sem jökullinn hopar

Í 75 ár hefur fjölskyldan fylgst með hreyfingum jökulsins í Reykjarfirði ár hvert og sent niðurstöðurnar til Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Föstudagar fyrir jöklana undanfarin ár
5 greinar
Platan sem hverfur

Hipsumhaps

Föstudagur fyrir jöklana 2021Lesa
Oceans missions

Ása Steinars

Föstudagur fyrir jöklana 2021Lesa
Lífið við jökulrætur

Þorsteinn Roy og Svanhvít Helga Jóhannsdóttir

Föstudagur fyrir jöklana 2020Lesa
Heimildir um breytingar

Ragnar Axelsson

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa
Um tíman og vatnið

Andri Snær Magnason

Föstudagur fyrir jöklana 2019Lesa