Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Lesa meira

Einangrun

Insulation

Einangrun

Einangrun lýsir því hversu vel flík ver gegn kulda. Almennt séð er flík með meiri einangrun hlýrri en flík með minni einangrun. Einangrun getur líka verið stytting á efni sem einangrar. Dúnn, gerviefni og flís eru öll tegundir einangrunar.

Ísland er einn af mest heillandi stöðum jarðar. En það þarf ekki að koma á óvart að hér getur orðið frekar kalt. Frá árinu 1926 höfum við lagt metnað okkar í að útbúa landsmenn fyrir þær áskoranir og þá ánægju sem felst í því að búa við heimskautsbaug. Það höfum við gert með afburða einangrun.

Þetta er merkingin sem sem við leggjum í einangrun

Við hjá 66°Norður skiptum einangrunarfatnaðinum okkar í flokka eftir notkuninni sem flíkin var hönnuð fyrir og tegund einangrunar sem notuð er.

Úlpur

Úlpur eru mikið einangraðar yfirhafnir sem eru hannaðar til að veita hlýju í þyngstu vetrartíðinni. Jafnvel fyrir Íslendinga er eina leiðin til að eyða tíma úti í kulda norðurhjarans að klæðast úlpu. 

Flestar tegundir úlpna sem við framleiðum eru einangraðir með dún af fuglum á borð við endur eða gæsir. Dúnn er öflugasta einangrunarefnið miðað við þyngd í náttúrunni og hefur verið notað af mönnum um aldaraðir. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja að allur dúnn sem notaður er í vörur okkar sé fenginn með sjálfbærum og siðferðilegum hætti. Við bjóðum þér einnig að kynna þér siðferðilegt eftirlitskerfi okkar og tengsl birgja hér.

Að finna stig einangrunar sem hentar

Að skilja til hvers flíkin var hönnuð og hvernig hún er einangruð mun hjálpa þér að meta hvort hún er með rétt einangrunarstig fyrir þarfir þínar. 

Þegar keyptur er fatnaður fyrir kalt veður er hins vegar jafn mikilvægt að gera ráð fyrir því hversu hlýtt eða kalt þér er alla jafna yfir daginn. Til dæmis þurfa hin heitfengari yfirleitt ekki hettuúlpu nema við sannkallaðar heimskautaaðstæður.

Fyrir léttar fjallgöngur

Alvöru dúnúlpa eins og Tindur eða Jökla á hins vegar fullt erindi við þau sem eru kaldari í sér og búa þar sem kalt er. Þessar flíkur eru með mikilli einangrun og halda fólki hlýju jafnvel um lengstu heimskautanætur. Úlpan Þórisjökull er síðan áhugaverður vegan valkostur. Hún er full af einangrunarefninu Primaloft Black ThermoPlume, sem hlýjar eins og dúnn og veitir viðnám gegn veðri.

Fyrir krefjandi hreyfingu

Fyrir þau sem er oftast hlýtt en búa í köldu veðri gefur dúnn eða gerviefni ásamt skel fjölhæfa hlýju og veðurþol. Með því að para jakka eins og Ok eða Vatnajökul við skel eins og Snæfell getur fólk klætt sig nákvæmlega eftir þörfum dagsins.

Fyrir daglegt líf í borginni

Fyrir þau sem leita að þriggja árstíða flík til að verjast bæði frosti og kuldahrolli mælum við með flísefni, gerviefni eða virku miðlagi. Yfirhafnir eins og Tindur Shearling, Öxi og flíspeysan Hrannar eru í góðu jafnvægi milli einangrunar og öndunar, sem gefur notandanum þægindi og hreyfanleika.

Hvernig einangrun er metin

Einangrun er list á vísindalegum grunni. 

Einangrunarefni skapa hlýju með því að nota óreglulegar trefjar (eins og slitrur af gæsadún) til að fanga loft nálægt líkamanum. Þetta loft kemur í veg fyrir að varmi sleppi burt og hitar þig aftur. Markmið einangrunar er að fanga rétt nóg af lofti til að skapa þægindi í kuldanum. 

Til eru mælieiningar sem lýsa því hve mikið loft einangrunarefni fanga. Fylling lýsir því til dæmis hversu margar rúmtommur af lofti ein únsa af dúnfyllingu getur framleitt (þ.e. ein únsa af dúni með fyllinguna 800 getur fangað 800 tommur3/16,4 mL af lofti). 

Hafa ber samt í huga að fylling er mælikvarði á skilvirkni og ætti að meðhöndla hana sem slíkan. Smávægilegt magn af skilvirkustu einangrunarefnum hlýjar ekki eins mikið og hnefafylli af venjulegum einangrunarefnum. Almennt séð innihalda hlýjustu flíkurnar mikið magn af dúneinangrun. 

Það er ögn einfaldara að meta flísefni og gerviefni til einangrunar. Þyngra flís, mælt í grömmum á fermetra (GSM), er hlýrra. Svipað gildir um gerviefni, en skilvirknin er ögn breytileg eftir efnablöndum. 

Lesa meira