Um okkur
Frá sjóstökkum yfir í vinnufatnað
Það dró síst úr eftirspurninni þegar leið á öldina. Herliðið kom 1940, sjávarútvegurinn blómstraði í stríðinu, efnahagurinn tók annan kipp með Marshallaðstoðinni 1948 og frá 1951 hafði bandaríski herinn hér fasta viðveru með öllum þeim störfum sem honum fylgdu. Síldveiðar tóku við sér um miðjan sjötta áratuginn og á þeim sjöunda margfaldaðist síldaraflinn. Stóriðja hófst á áttunda áratugnum og ferðamannalandið Ísland varð til á tíunda áratugnum. Á fáum áratugum sögðu Íslendingar að mestu skilið við fátæktina og frumstæðar aðstæðurnar sem þeir höfðu vanist í þúsund ár og gerðust sjálfstæð og nútímaleg þjóð sem varð brátt með þeim ríkustu í heimi.
Vörulínan breytist með þjóðinni
Þótt sjóstakkurinn hafi í dag runnið sitt skeið þá eru afsprengi hans - sjóbuxurnar, anorakkarnir og jakkarnir - enn í notkun dag og nótt á fiskimiðunum. Þau hanga líka í þúsundatali í fataskápum landsmanna sem grípa til þeirra þegar illa viðrar við leik eða störf, sem er ekki sjaldan hér við sextugustu og sjöttu breiddargráðu norður. Á þessum síðum hefur svipmyndum af Íslendingum í fatnaði Sjóklæðagerðarinnar síðustu níutíu ár verið safnað saman. Þetta eru myndir af sjómönnum, verkafólki, björgunarsveitum, krökkum í útilegu eða bæjarvinnunni, útivistargörpum og pörum á leið á ball. Þetta eru svipmyndir af þjóð sem hefur gegnum tíðina gert hvað hún getur til að draga fram lífið á hjara veraldar.
Til dagsins í dag
Þótt sjóstakkurinn hafi í dag runnið sitt skeið þá eru afsprengi hans - sjóbuxurnar, anorakkarnir og jakkarnir - enn í notkun dag og nótt á fiskimiðunum. Þau hanga líka í þúsundatali í fataskápum landsmanna sem grípa til þeirra þegar illa viðrar við leik eða störf, sem er ekki sjaldan hér við sextugustu og sjöttu breiddargráðu norður. Á þessum síðum hefur svipmyndum af Íslendingum í fatnaði Sjóklæðagerðarinnar síðustu níutíu ár verið safnað saman. Þetta eru myndir af sjómönnum, verkafólki, björgunarsveitum, krökkum í útilegu eða bæjarvinnunni, útivistargörpum og pörum á leið á ball. Þetta eru svipmyndir af þjóð sem hefur gegnum tíðina gert hvað hún getur til að draga fram lífið á hjara veraldar.
Neyðin kennir naktri konu að spinna
66°Norður var stofnað árið 1926 til að mæta lífsnauðsynlegri þörf fyrir vinnufatnað fyrir sjómenn og síðar björgunarsveitafólk. Gæði, ending og notagildi eru gamalgróin gildi okkar, bæði vegna íslenskrar veðráttu, sem er krefjandi og síbreytileg, og vegna þess að í svona litlu samfélagi hafa viðskiptavinir okkar ávallt verið vinir okkar, fjölskylda og nágrannar.
Í dag framleiðum við fatnað sem gerir líf og starf mögulegt hér á hjara veraldar þar sem væri annars ekki neitt. Viðskiptahættir okkar varðveita sömuleiðis náttúruna og vernda norðurslóðir á tímum þegar umhverfið á undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga.