Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu

Yfirlýsing um aðgengi

66°NORÐUR skuldbindur sig til að veita opna og aðgengilega upplifun fyrir sem breiðastan hóp áhorfenda, óháð tækni og getu. Við leggjum okkur fram um að veita sem besta netupplifun og vinnum stöðugt að því að bæta vefsvæðið okkar til að tryggja að það sé ávallt aðgengilegt og gagnlegt. 

Til að tryggja að þú njótir upplifunarinnar sem best þá mælum við með því að þú notir einn af nýjustu netvöfrunum frá Chrome, Microsoft Edge, Safari eða Firefox. 

Leiðbeiningar og staðlar 

Eins og mögulegt er leitast vefsvæðið okkar við að samræmast alþjóðlegum viðmiðunarreglum W3C um aðgengi að vefsíðum og reglum WCAG 2.0 um vefaðgengi af gerð AA. WCAG 2.0 reglurnar eru almennt viðurkenndar leiðbeiningar og/eða staðlar um vefaðgengi og útskýra hvernig búa megi til vefefni sem er aðgengilegra fyrir einstaklinga með fötlun. 

Vefsvæðið okkar notast við kóða sem samræmist stöðlum W3C fyrir HTML og CSS. Vefsvæðið er birt á réttan hátt í gildandi vöfrum og ef notast er við staðla sem samræmast HTML/CSS-kóðanum munu allir vafrar sem notaðir eru í framtíðinni einnig birta svæðið á réttan hátt. 

Í tilteknum tilfellum býður vefsvæðið bætta upplifun og eiginleika í gegnum JavaScript-kóðann. Markmið okkar er að veita samsvarandi virkni fyrir þá notendur sem ekki eiga kost á að nota JavaScript og við erum að vinna að því að ná þessu markmiði. 

Fyrirvari

Markmið okkar hjá 66°NORÐUR að fylgja viðurkenndum leiðbeiningum og stöðlum um aðgengi og nothæfi er þó ekki alltaf hægt að uppfylla á öllum sviðum vefsvæðisins. Vinsamlegast hafðu í huga að við vinnum stöðugt að því að viðhalda aðgengi og nothæfi. Við þökkum sýndan skilning. 

Spurningar um aðgengi/Ábendingar/Hafðu samband 

Við fögnum öllum ábendingum og spurningum er varða aðgengi að svæðinu. Okkur þætti einnig vænt um að fá upplýsingar um hvers kyns vandamál sem þú hefur upplifað við notkun þess. Hafðu samband við okkur í gegnum 66north@66north.com, fésbókarsíðu okkar eða Instagram-reikning. Þú getur einnig haft samband við okkur í síma +354 535 6600 mánudaga til föstudaga frá kl. 9:00 til 16:00.