Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu

Gjafahandbók | Emilie Lilja

Við hittum á vini okkar og fengum innsýn inn í helstu jólahefðirnar þeirra.

Gift Guide | Emilie Lilja

Emilie Lilja er mikið jólabarn enda er hún með óteljandi jólahefðir að eigin sögn. Hún starfar sem áhrifavaldur, plötusnúður og hlaðvarpsstjórnandi auk þess sem hún tekur að sér umsjón ýmissa verkefna innan blómstrandi menningarsenu Kaupmannahafnar. Hún nýtir frítíma sinn í ýmis konar hreyfingu í borginni, en mest nýtur hún þess aðkeyra norður fyrir Kaupmannahöfn og heimsækja fjölskylduna sína, eða ferðast til framandi landa og upplifa eitthvað nýtt.

Er einhver jólahefð órjúfanlegur partur af jólunum þínum?

„Svo margar! Að skreyta jólatréð fyrsta desember, taka langa göngutúra í kuldanum með fjölskyldunni minni, fá mér jólaglögg á aðfangadag á vinsælum bar sem heitir Hviids í Kaupmannahöfn, borða góðan mat og syngja og dansa í kringum jólatréð með fölskyldunni minni.“

Hvaða flík frá 66°Norður notarðu mest?

„Hettupeysur og flíspeysur því það eru flíkur sem henta nánast hvernig sem viðrar í Kaupmannahöfn. En þessar flíkur passa einnig hversdags fatastílnum mínum fullkomlega sem er frekar afslappaður.“

Hefurðu eytt jólunum á einhverjum framandi stað?

„Nei, við fjölskyldan höfum aldrei gert það. Við höfum alltaf beðið þangað til 25. desember til þess að ferðast vegna þess að okkur finnst það afar einstök og mikilvæg hefð að halda jólin í Kaupmannahöfn með stórfjölskyldunni, með þeim elstu sem ekki geta ferðast lengur.“