Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Ása Steinars

Flateyri ullarpeysa | Ása Steinars

Flateyri Sweater | Ása Steinars
Ása Steinars

Flateyri ullarpeysa

Í samstarfi með Ásu Steinars kynnum við með stolti nýja ullarpeysu, Flateyri. Peysan sem er úr 100_ íslenskri ull, er innblásin frá bleikum vetrarsólsetrum á Flateyri þar sem Ása hefur varið miklum tíma.

Ása Steinars er ljósmyndari og mikil ævintýramanneskja. Hún hefur notið vægast sagt mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum fyrir að deila áhugaverðu efni frá ferðalögum sínum bæði hérlendis og erlendis.

Eftir að hafa ferðast víða um heiminn fór ég að sjá Ísland með nýjum augum. Hér höfum algjörlega einstakt landslag. Það eru sannir töfrar í íslenskri náttúru, hér fáum við árstíðir sem móta landið og hafa skemtileg áhrif á birtuna.

Flateyri peysan endurspeglar sambandið sem Ása á við Íslenska ull. „Ull og sérstaklega ullarpeysur hafa spilað stóran hluta í mínu lífi alveg síðan ég man eftir mér, enda hentar hún gríðarlega vel fyrir Íslenskt veðurfar,“„Ull og sérstaklega ullarpeysur hafa spilað stóran hluta í mínu lífi alveg síðan ég man eftir mér, enda hentar hún gríðarlega vel fyrir Íslenskt veðurfar,“Ull og sérstaklega ullarpeysur hafa spilað stóran hluta í mínu lífi alveg síðan ég man eftir mér, enda hentar hún gríðarlega vel fyrir Íslenskt veðurfar, segir Ása. „Amma mín prjónaði alltaf á mig ullarpeysur og sokka, það jafnast ekkert á við heimaprjónaða Íslenska ull.“„Amma mín prjónaði alltaf á mig ullarpeysur og sokka, það jafnast ekkert á við heimaprjónaða Íslenska ull.“Amma mín prjónaði alltaf á mig ullarpeysur og sokka, það jafnast ekkert á við heimaprjónaða Íslenska ull.

Bleiki litur peysunnar er innblásin frá vetrarsólsetrum á Flateyri þar sem Ása hefur varið miklum tíma. „Ég hef alltaf haft litríkan smekk þegar kemur að fatnaði. Yfirleitt eru klassísku Íslensku ullarpeysurnar hvítar, gráar eða svartar. Mér finnst mikilvægt að lita það umhverfi sem ég er í hverju sinni, með lifandi og skemtilegum litum.“„Ég hef alltaf haft litríkan smekk þegar kemur að fatnaði. Yfirleitt eru klassísku Íslensku ullarpeysurnar hvítar, gráar eða svartar. Mér finnst mikilvægt að lita það umhverfi sem ég er í hverju sinni, með lifandi og skemtilegum litum.“Ég hef alltaf haft litríkan smekk þegar kemur að fatnaði. Yfirleitt eru klassísku Íslensku ullarpeysurnar hvítar, gráar eða svartar. Mér finnst mikilvægt að lita það umhverfi sem ég er í hverju sinni, með lifandi og skemtilegum litum.

Peysan er framleidd á Íslandi og er sjálfbær, náttúruleg og praktísk. Íslensk ull hrindir náttúrulega frá sér raka og því þarf ekki að þvo hana oft, sem hentar fullkomlega fyrir útivist eða daglega notkun. „Þessi peysa er hlý, endingargóð og ótrúlega þægileg,“ segir Ása.

Peysan hefur mikla þýðingu fyrir Ásu. „Hún sameinar allt sem ég elska; tengslin mín við Ísland, útiveruna, ullina og ást mína á því að skapa eitthvað fallegt. Ég vona að hún veiti öðrum jafnmikla gleði og hún veitir mér.“

Flateyri peysan er nú fáanleg í verslun 66°Norður á Laugavegi 17 og hér í vefverslun á 66north.is. Peysan kemur í takmörkuðu upplagi.