Föstudagur fyrir jöklana okkar

Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig.
Þær breytingar sem eru að gerast í heiminum eru mjög sýnilegar okkur hér í norðrinu. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi. Við hjá 66°Norður viljum því nota daginn til að vekja athygli á þessu máli og leggja eitthvað af mörkum til að sporna gegn þessari þróun sem ógnar umhverfi okkar. Í fyrra styrktum við Landvernd og nú í ár ætlum við að vinna með Votlendissjóðnum.



Hvað gerir hann?

25_ af allri sölu í vefverslun mun renna til Votlendissjóðs dagana 27. nóvember til 30. nóvember. Votlendissjóðurinn hefur það hlutverk að vinna að því að draga úr losun koltvísýrings með endurheimt votlendis og vera milliliður milli þeirra sem eiga framræst land og vilja endurheimta það og þeirra sem vilja leggja til fjármagn eða vinnu til að láta endurheimta votlendi. Verndari Votlendissjóðsins er Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson.
Rannsóknir sýna að framræst votlendi ber ábyrgð á um 60_ losunar CO2 á Íslandi. Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá. Endurheimt votlendis stöðvar útblástur koltvísýrings, eflir líffræðilega fjölbreytni, fuglalíf og styrkir vatnsbúskap í veiðiám.
Föstudagur fyrir jöklana okkar
Fylgstu með NORÐUR sögum með því að skrá þig á póstlistann og fylgja okkur á Instagram

