Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
SS23

GANNI x 66°Norður SS23

GANNI x 66°NORTH SS23
SS23

Þriðja samstarfslína 66°Norður og danska fatamerkisins GANNI er komin í sölu. Flíkurnar eru gerðar með sjálfbærni í huga en þær eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum okkar og endurunnum efnum. Vörulínan kemur í takmörkuðu upplagi.

Endurunnið efni

Nýjasta línan byggir á fyrra samstarfi, en GANNI x 66°Norður er samflétta af fyrirhafnarlitlum Kaupmannahafnarstíl sem einkennir GANNI og íslenskri arfleið og þekkingu 66°Norður á útivistarfatnaði fyrir hvers kyns aðstæður. Flíkurnar eru gerðar með sjálfbærni í huga, þær eru framleiddar úr tæknilegum afgangsefnum úr verksmiðjum 66°Norður og endurunnum efnum eins og nælon og pólýester.

Innblásturinn kemur frá íslenskri náttúru, þar sem blæbrigði lita í fatalínunni vitna í norðurljós og eldfjöll sem finna má víðs vegar hér á landi. Þar eru mismunandi tónar af gulu og grænu í aðalhlutverki, auk túrkísblárra og djúpra dumbrauðra tóna í bland við sígild blæbrigði af svörtum, dröppuðum og gráum litum. GANNI setur sinn eigin stíl á tæknilegan klæðnaðinn með léttum og lipurlegum eiginleikum. Þetta gerir flíkurnar einstaklegar fjölhæfar og tilbúnar til notkunar hvar sem er, hvenær sem er. Línan er framleidd í takmörkuðu upplagi og samanstendur af buxum, vesti, ‚bucket hat‘ húfu og tveimur neoshell jökkum.

Sjálfbær nálgun

„Við erum virkilega spennt fyrir áframhaldandi samstarfi okkar við GANNI, ekki síst fyrir því að fá enn og aftur innblástur í GANNI GIRLS, sem er fjölbreyttur, skapandi og tískusinnaður hópur. Hugmyndafræði okkar rímar vel saman í ábyrgri hönnun og hringrásarhugsun sem birtist í línunni. Þar komum við í 66°Norður að borðinu með tæknilega færni og þekkingu í framleiðsluferlinu auk gagnsæis sem fylgir því að nota eigin verksmiðjur. Sem fjölskyldufyrirtæki sjálf finnst okkur við vera hluti af GANNI fjölskyldunni í hvert sinn sem við vinnum saman!“

– Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi, 66°Norður.

Samstarf I & II