Jöklarnir eru stór hluti af Íslandi og við viljum halda því þannig.
Þær breytingar sem eru að gerast í heiminum eru mjög sýnilegar okkur hér í norðrinu. Við finnum vel hvernig jöklarnir okkar eru að gefa eftir með hækkandi hitastigi. Við hjá 66°Norður viljum því nota daginn til að vekja athygli á þessu máli og leggja eitthvað af mörkum til að sporna gegn þessari þróun sem ógnar umhverfi okkar.
25_ af allri sölu í vefverslun mun renna til Landverndar dagana 29. nóvember til 1. desember. Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir og umhverfi.
Samtökin voru stofnuð árið 1969 með því sjónarmiði að stuðla að náttúruvernd, með áherslu á varðveitingu á jarðvegs og gróðurs á hálendi Íslands.