Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Skjól á heimaslóðum

Keldudalur 65.9°N

Jafnvel þótt hann búi þar ekki lengur, fer Valdimar ár hvert í september með hesta sína til beitar í Keldudal.

Keldudalur 65.9°N
Skjól á heimaslóðum

Keldudalur 65.9°N

Jafnvel þótt hann búi þar ekki lengur, fer Valdimar ár hvert í september með hesta sína til beitar í Keldudal.

Myndband og myndir
Haukur Sigurðsson
Texti
Haukur Sigurðsson
Staðsetning
65°90'41.3"N 23°73'67.1"W

Desember í Dýrafirði. Kvöldbirtan sveipar Keldudal fjólublárri slæðu. Hestarnir ganga frjálsir um á túninu og bíta síðustu grænu stráin áður en veður breytist. Í fjarska glittir í arineld á bóndabæ – einu ummerkin um mannlíf á staðnum.

Húsið, byggt 1936, er í eigu Valdimars Elíassonar. Hann er fæddur 1962 og eyddi fyrstu fimm árum ævi sinnar í návist fjallanna sem umkringja húsið. Nú er dalurinn í eyði en í kringum aldamót 20. aldar voru um hundrað fullorðnir einstaklingar skráðir í manntalinu. Fjölskylda Valdimars yfirgaf staðinn síðust allra og flutti til annars þorps í nágrenninu, líkt og margir aðrir íbúar.

Jafnvel þótt hann búi þar ekki lengur, fer Valdimar ár hvert í september með hesta sína til beitar í Keldudal. Íslenski hesturinn, eina hestakynið á eyjunni, er mörgum mjög kær.

Þótt hann sé fremur smávaxinn og honum sé oft ruglað saman við smáhesta er hann harðgerður og hefur aðlagast íslensku loftslagi í aldanna rás síðan Norðmenn fluttu hann til landsins. Meðal reiðmanna er íslenski hesturinn alþekktur fyrir einstakar gangtegundir sínar.

Valdimar notar hestana aðallega til afþreyingar en ekki er algengt að hestar séu aldir í Dýrafirði því fjallaskörðin og veðrin eru ekki alltaf tilvalin til þess. Keldudalur veitir skepnunum þó skjól.

„Dalurinn er góður í slæmu veðri því hægt er að finna skjól hvar sem er, hvernig sem hann blæs. Það er gott fyrir hestana að vera frjálsir einhvern hluta ársins,“ segir Valdimar.

Nú í desember er kominn tími á árlega ferð hestanna aftur í hesthúsið á Þingeyri. „Þeir eru vanalega mjög viljugir að fara aftur heim,“ segir Valdimar.

„Þegar þeir eru farnir af stað stoppa þeir oftast ekki fyrr en þeir koma að hesthúsinu.“ Hestarnir feta sig áfram öruggum skrefum, litirnir – rauður, skjóttur, brúnn og jarpur – stinga í stúf við skjannahvíta fjallshlíðina. Þegar þeir nálgast hesthúsið skipta þeir yfir í brokk svo faxið flaksast til.

Ferðalagið, fyrir fjallið og meðfram firðinum, hefði ekki verið mögulegt áður en vegurinn var lagður 1951. Valdimar telur að skortur á góðum samgöngum hafi verið meginorsök þess að margir yfirgáfu dalinn síðustu hundrað árin. „Ef það hefði verið betri vegur inn dalinn, get ég ímyndað mér að hér byggi enn fólk,“ bætir hann við.

Áður en vegurinn var lagður hafði fólkið í Keldudal um tvennt að velja til að sækja aðföng: fara á bát eða ganga. „Á þeim tíma setti fólk það ekki fyrir sig, því það var svo algengt í þá daga,“ segir hann. „Fólki var kennd leiðin. Annaðhvort að fara fjöruna eða yfir fjallið. Gæta þurfti þess að engin hætta væri á skriðum eða öðru slíku. Það gætir sjávarfalla í fjörunni. Þegar það var háflóð þurftum við að færa okkur ofar og klöngrast fram hjá klettunum. Ef það var háfjara gátum við gengið grýtta fjöruna.“ Hann heldur áfram: „Það skaust enginn út í búð á þessum tíma.“

Valdimar var einn af þeim sem fór, hann bjó í Reykjavík um hríð og eyddi mörgum árum á sjó sem skipstjóri á togveiðiskipi, en sneri alltaf aftur í fjörðinn þar sem hann fæddist.

Í Dýrafirði er allt sem hann þarfnast. „Mér líður vel hér. Mér hefur alltaf liðið vel hér,“ segir hann. „Þetta er gott samfélag og náttúran er mögnuð. Tengingin við náttúruna, frelsið. Stuttar vegalengdir til alls sem þú þarft til að lifa hamingjusömu lífi. Nálægt fjöllunum, stutt niður að sjó og tímabilið milli vetrar, sumars, vors og hausts er stutt. Hér finnst mér ég hafa allt til alls.“

Þetta frelsi, þessi tenging við náttúruna, er einnig partur af upplifuninni með hestunum. „Maðurinn tengist dýrunum á annan hátt. Í hesthúsinu er líkt og þungu fargi sé af manni létt, hið þrúgandi kemst ekki að. Hestarnir yfirtaka allt.“

Það eina sem Valdimar þarf er að komast á bak sinna kæru hesta. „Það tæmir hugann og endurhleður hann nýrri orku. Þannig líður manni þegar farið er í reiðtúr.“