Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Pálína Axelsdóttir Njarðvík

Sauðburður - Farmlife

Eystra - Geldingaholt

Lambing Season - Farmlife
Pálína Axelsdóttir Njarðvík

Sauðburður | Farmlife

Eystra - Geldingaholt

„Sauðburður er skemmtilegur, erfiður og svefnlaus tími. Maður þarf að vaka á næturnar, kemst bara inn til að borða og hvíla sig í stutta stund í einu og ver meiri tíma í fjárhúsinu en heima hjá sér. Þetta er stanslaus vinna“.

Texti
Pálína Axelsdóttir Njarðvík og Þorsteinn Roy
Ljósmyndir og myndband
Þorsteinn Roy
Sauðburður

Sauðburður vísar til þess þegar sauðkindur eignast lömb. Hann stendur yfir vormánuðina og fram í júní. Sauðburður er mjög annasamur tími fyrir sauðfjárbændur og þá er gott að fá alla þá aðstoð sem býðst. Þegar mest er að gera þarf fólk að skiptast á að borða og sofa, það er alltaf einhver í fjárhúsinu bæði dag og nótt.

Pálína ólst upp í nágrenni við móðurarfleifð sína, Eystra Geldingarholt, þar sem frændfólk hennar starfrækja blandað bú, bæði kúa og sauðfjárbúskap. Pálína hefur verið tíður gestur í fjárhúsinu síðan hún byrjaði að ganga. Sem barn reyndi hún að hjálpa til og gera gagn í fjárhúsunum og í dag er hún ómissandi starfskraftur í sauðburði í Eystra-Geldingaholti.

Það skemmtilegasta við tarnir eins og sauðburð er að stórfjölskyldan er saman í þessu

Þegar kindur fæða lömb þá er tala um að þær beri. Þó að flestar kindur geti borið án aðstoðar þá þurfa sumar þeirra hjálp við að koma lömbunum í heiminn. Þess vegna er mikilvægt að það sé alltaf einhver á vaktinni í fjárhúsunum til þess að hjálpa þeim sem hjálpa þarf.

Sauðburður er skemmtilegur, erfiður og svefnlaus tími. Maður þarf að vaka á næturnar, kemst bara inn til að borða og hvíla sig í stutta stund í einu og ver meiri tíma í fjárhúsinu en heima hjá sér. Þetta er stanslaus vinna. Stundum er það rosalega erfitt, en þegar það gengur vel og þú bjargar lambi þá skiptir engu máli hversu marga klukkutíma þú svafst yfir nóttina.

Það er ótrúlega gaman þegar sauðburður sameinar fólk og viðheldur vinaböndum, það er í raun stanslaus gestagangur allan sauðburðinn og margir koma til að létta undir með okkur. Sauðburður á vorin og réttir á haustin er bæði eitthvað sem dregur fólk til okkar og viðheldur fjölskyldutengslum. Það er ótrúlega dýrmætt.

Það er rosalega gaman að vera gluggi fólks inn í sveitina

Pálína heldur úti Instagram reikningnum @farmlifeiceland með tæplega 90 þúsundum fylgjendum.

„Þetta byrjaði þannig að mér fannst ég vera að drekkja mínum eigin vinum í kindamyndum svo mig langaði að gera nýjan aðgang bara fyrir þetta. Ég bjóst ekki við miklu, en þetta fékk frábærar viðtökur og er búið að stækka miklu meira en ég bjóst við.

Það er rosalega gaman að sýna fólki sveitalíf á Íslandi af því að í hugum flestra er þetta mjög framandi líf, þó að þetta sé bara daglegt brauð hjá mér. Þetta er raunveruleiki sem lang flestir þekkja alls ekki. Ég er að sýna frá mínu daglega lífi, eins hráu og sönnu og ég get komið því frá mér og fólk hefur gaman af því.

Ég er alltaf jafn hissa þegar ég fæ spurningar frá fólki víðsvegar um heiminn um kindurnar mínar, hvar er Botna, er eitthvað að frétta af Sunnu og svo framvegis. Mér finnst magnað að fólk muni nöfnin á kindunum mínum og að fólki sé bara alls ekki sama, því langar að fylgjast með. Það er rosalega gaman að vera gluggi fólks inn í sveitina“.