Ása Steinars
Ocean Missions

Með Ocean Missions og Ásu Steinars siglum við saman í að átt að sjálfbærni.
Ljósmyndir
Ása Steinars og Leo Alsved
Myndband
Cat Koppel

Ocean Missions er framtak sem helgar sig rannsóknum og vitundarvakningu á plastmengun í Norður-Atlantshafi. Teymið, sem gerir út á 70 ára gamalli tréskútu frá höfninni í Húsavík, sameinar til þess fjölbreyttan hóp fólks og skapar tækifæri fyrir vísindamenn úr þverfaglegum greinum til að safna dýrmætum upplýsingum um heilbrigði hafsins í kringum okkur. Upplýsingarnar sem teymið safnar nýtist svo til að breiða út vitund um lífríki sjávar og vekja athygli stjórnvalda á alvarleika vandamálsins.
Með hjálp fulltrúa okkar, Ásu Steinars, fáum við að kynnast betur teyminu á bakvið Ocean Missions og fáum innsýn inn í starfssemi framtaksins. Teymið samanstendur af fámennum en kraftmiklum hópi, sem hefur staðið á bak við fjölmörg hreinsunarátök á ströndum Austurlands.
Hafið varðar okkur öll og það er mikilvægt fyrir Ísland að hvalirnir snúi aftur á hverju sumri. Við mannfólkið erum einungis lítill hluti af náttúrunni. Við tilheyrum henni og við þurfum að vernda hana eins vel og við getum. Við berum öll sameiginlega ábyrgð á að vernda jörðina okkar.
Lærðu meira um verkefnið með því að horfa á myndabandið hér fyrir neðan.




Án þess bláa er ekkert grænt, við þurfum að vernda hafið til að bjarga jörðinni






Horfðu á myndbandið
Föstudagur fyrir jöklana okkar
Fylgstu með NORÐUR sögum með því að skrá þig á póstlistann og fylgja okkur á Instagram

