Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu

Peysa með sögu

Fyrir Garðar Guðmundsson snýst sjómennskan ekki bara um vinnuna, heldur líka um tengingu við fjölskyldu og minningar.

Fishermen's sweater through generations

Peysa með sögu

Fyrir Garðar Guðmundsson snýst sjómennskan ekki bara um vinnuna, heldur líka um tengingu við fjölskyldu og minningar.

Peysa með sögu

Garðar Guðmundsson hefur verið sjómaður frá unga aldri. Fyrir hann snýst sjómennskan ekki bara um vinnuna, heldur líka um tengingu við fjölskyldu og minningar. Í öllum þeim túrum sem Garðar fer í hefur hann í för með sér peysu sem faðir hans átti. Peysan hefur í gegnum tíðina öðlast djúpa merkingu í lífi hans.

„Ég man fyrst þegar ég fór á sjó, það var um sumar og ég var 14 ára. Þá var með mér afi og pabbi minn og svo náttúrulega fullt af frændum mínum, en þetta var lítil fjölskyldu útgerð. Ég var á sjó með afa og pabba í 15-16 ár.“

„Pabbi átti þessa peysu, ég hugsa að hann sé að fá sér hana í kringum 1990. Svo byrja ég á sjó með honum í kringum 1994 eða 1995, svo fljótlega einhverjum árum eftir það þá er ég örugglega búinn að ná að eignast þessa peysu. Búinn að vera mikið í henni, og oft búinn að fá hana oft lánaða.“

„Svo deyr pabbi skyndilega, fyrir tæpum 12 árum síðan. Í dag fer hún alltaf með mér á sjó, er í skápnum hjá mér, inn í klefanum mínum, og þegar mér finnst ég þurfa að finna fyrir pabba, þá á ég hana, get farið í hana.“

Hjá 66°Norður trúum á fatnað sem endist í gegnum árstíðir, veður og kynslóðir. 66°N peysan sem er í úrvalinu okkar í dag er byggð á peysunni sem Garðar eignaðist fyrir mörgum árum síðan.