Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu

SOS bolurinn

We at 66°North are proud to be a part of the SOS T-shirt project, initiated by Rúrik Gíslason to support the SOS Children's Villages association.

SOS T-shirt

Rúrik Gíslason sá um hönnun stuttermabolsins, en hún sækir innblástur sinn úr merki SOS Barnaþorpa. Bolurinn er framleiddur í verksmiðjum 66°Norður og er úr einstaklega þægilegu og endingargóðu efni.

Rúrik Gíslason

„SOS barnaþorpin á Íslandi vinna frábært starf og ég er svo heppinn að fá að vera velgjörðarsendiherra fyrir samtökin ásamt þeim Eliza Reid, Vilborgu Örnu Gissurardóttir og Heru Björk Þórhallsdóttur. Hlutverk sendiherra SOS er m.a. að vekja athygli á starfsemi SOS Barnaþorpanna, koma að viðburðum og/eða kynningum í tengslum við starf samtakanna og halda gildum fjölskyldunnar og réttindamálum barna á lofti eftir fremsta megni.“

„Þegar ég gerðist velgjörðarsendiherra fór ég strax að hugsa hvað ég gæti gert til að vekja áhuga á samtökunum, gera þau sýnilegri og hefði fjárhagslegan ávinning fyrir þau. Þar sem ég hef mikinn áhuga á tísku datt mér í hug að það væri gaman að hanna bol og selja til styrktar samtökunum. Ég vissi að þetta yrði flókið ferli og sá ég ekki fyrir mér að gera þetta einn. Ég hafði því samband við vini mína hjá 66°Norður sem tóku mjög vel í hugmyndina og vildu hjálpa mér að láta bolinn verða að veruleika.“ 

„Markmiðin voru skýr. Bolurinn þurfti fyrst og fremst að vekja athygli á SOS barnaþorpum, vera flottur og höfða til allra aldurshópa. Og það er akkúrat það sem mér finnst að okkur hafi tekist virkilega vel til í hönnuninni á þessum bol ásamt því að hann er úr góðu efni og er þægilegur.“

Ragnar Schram — framkvæmdarstjóri, SOS á Íslandi

„Annað árið í röð framleiða 66°Norður bol til fjáröflunar fyrir SOS Barnaþorpin í samstarfi við Rúrik Gíslason. Líkt og í fyrra er afurðin stórglæsileg og kemur það okkur reyndar alls ekki á óvart þegar þessir aðilar leiða saman hesta sína.

Í fyrra skilaði sala bolsins hátt í tveimur milljónum króna til hjálparstarfs SOS meðal umkomulausra og nauðstaddra barna, m.a. barnungra fórnarlamba kynferðisofbeldis.

Nýi bolurinn mun án efa klæða eigendur sína vel og sem fyrr, vera yfirlýsing viðkomandi um að honum sé ekki sama um bástöddustu börn jarðar og að hann vilji lina þjáningar þeirra.

Hafi Rúrik og 66 kærar þakkir fyrir þetta ánægjulega og árangursríka samstarf.“