Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

Framlengdur skilafrestur á keyptum jólagjöfum frá 1. nóvember 2025

Hægt er að skila jólagjöfum til 31. janúar 2026

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Hero image

Jólahefðir | Sonny og Sigrún

„Að vera hinum megin við jólatöfrana sem foreldri er alveg jafn magnað og að upplifa þá sem barn“

Sonny Bouraima og Sigrún Eva Jónsdóttir eru skapandi par, búsett í Reykjavík þar sem þau reka saman Grounded Creative Studios, umboðsskrifstofu og framleiðslufyrirtæki. Sonny er tónlistarmaður og jafnframt yfirmaður samfélagsmála, viðburða og verslunarreksturs hjá Fischersundi en þar starfar Sigrún einnig sem framleiðslustjóri. Þau eru búsett í miðbænum þar sem þau ala upp dóttur sína á grundvelli róta sem teygja sig frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar og hafa skapað fjölskyldulíf sem mótast af listum, menningu og hversdagsvenjum. 


Sonny gaf sér stund rétt fyrir upphaf aðventunnar til að segja okkur betur frá því helsta sem viðkemur hátíðarhöldunum hjá fjölskyldunni. 

Hero image

Hver er uppáhalds jólahefðin ykkar? 

Ég myndi segja að hátíðarnar hjá okkur hafi tekið á sig nýja mynd eftir því sem dóttir okkar hefur vaxið úr grasi. Þau breytast pínu með hverju árinu og hún leiðir okkur sífellt meira inn í nýjar hefðir. Þú veist, undanfarin fimm ár höfum við haldið jólin hér á Íslandi í faðmi fjölskyldunnar. Og stundum hefur fjölskyldan mín komið frá Bandaríkjunum.


„En núna erum við að byrja að kanna og uppgötva nýjar slóðir saman á jólunum. Og mér finnst eins og við séum að skapa okkar eigin takt sem fjölskylda.“

Hver er uppáhalds jólaminningin þín?

Uppáhalds jólaminningin okkar er líklega ekki eitthvað stakt augnablik. Það er í raun að fylgjast með dóttur okkar upplifa þessa hátíð eftir því sem hún eldist. Með hverju árinu eykst spenningurinn og það að vera hinum megin við jólatöfrana sem foreldri er alveg jafn magnað og að upplifa þá sem barn.

Uppáhalds vara frá 66°Norður?

Ætli ég myndi ekki nefna ilminn Útilykt, kannski af augljósum ástæðum, en mér finnst það mjög heillandi samruni tveggja heima hjá 66°Norður og Fischersundi. Og ég þykist vita að Sigrún myndi nefna nýju sólgleraugun sín, frá 66°Norður og District Vision, sem hún er búin að nota helling, bæði úti að hlaupa og bara í bílnum þegar sólin er lágt á lofti.

66°Norður óskalisti Sonny og Sigrúnar

49.000 kr
Vatnsmýri Alpine Grimmia
Unisex
21.000 kr
Dyngja  Dark Stone

Dyngja

Taska

21.000 kr
Básar
Unisex
19.900 kr
Básar
Konur
16.900 kr
Básar
Konur
9.900 kr
Ýmir  Fisherman Print
Krakkar

Ýmir

Hettupeysa

9.900 kr
+1
59.000 kr
Snæfell black
Konur
8.900 kr
Kría
Krakkar
8.900 kr
Loki
Nýtt Krakkar

Hvað er á óskalistanum fyrir jólin?

Ég myndi segja að óskalistinn væri frekar einfaldur í ár. Nýr iPad, nokkrar ljósmyndabækur og svo langar dóttur mína svakalega í ferð til Tenerife. Þannig lítur óskalistinn út í augnablikinu.

Hvað er órjúfanlegur hluti af jólunum?

Snjór. Ég myndi segja snjór, hann er ómissandi í okkar huga af því að án hans finnst manni jólin ekki vera almennilega gengin í garð.

Hero image

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólamánuðinn?

Ég held að við njótum þess mest að horfa á dóttur okkar upplifa jólagleðina. Þú veist, þessa sömu gleði og við upplifðum sem börn. Að sjá jólin með hennar augum endurnýjar jólin fyrir manni.


Hvað kemur þér alltaf í jólaskap?

Um leið og ég heyri Mariah Carey, sérstaklega All I Want for Christmas, þá eru hátíðarhöldin formlega hafin. Það er alþjóðlega merkið um að jólin séu komin.

Hero image

Jólagjöfin er 66°Norður

Jólin eru handan við hornið. Hafðu pakkann hlýjan í ár.