
Tilbúin í 99 ár
Ólafía Sigurrós Jónsdóttir er 99 ára, fædd og uppalin á Suðureyri við Súgandafjörð. Hún deilir því bæði aldri og uppruna með 66°Norður. Líf Ólafíu spannar því næstum heila öld og hefur hún upplifað lífið sem fylgir því að búa í sjávarþorpi á Vestfjörðum en einnig í borgarlífi Reykjavíkur.
Við settumst niður með þessari jafnöldru okkar og fengum hana til að segja okkur frá uppvaxtarárunum fyrir vestan, sjómönnum, útivistarfatnaði og ástríðu hennar fyrir náttúrunni sem hefur fylgt henni ævilangt.
„Það var skemmtilegt að alast upp í litlu sjávarþorpi, það var svo mikið af krökkum, það héldu allir hópinn og það mátti vera úti fram á kvöld. Þetta var mjög þægilegt, en þetta var einangrað, það var ekki hægt að fara til Ísafjarðar nema á sjó og til Flateyrar var farið á sjó líka. Það sem var mest krefjandi var að komast ekkert í burtu en þrátt fyrir það var frelsið innan bæjarins gríðarlegt.’’
Ólafía talar vel um uppvaxtarárin á Suðureyri. Fjölskylduböndin voru sterk. Faðir hennar, Jón, var skipstjóri á bátnum Hersir, og var þekktur fyrir að vera alltaf fyrstur út á sjó.
„Pabbi var alltaf fyrstur út á sjó og var mjög glöggur að líta til veðurs, það. var alltaf spurt hvort að Jón væri farinn á sjóinn, þar sem hann var alltaf langfyrstur. Hann klæddist alltaf sjóstakkinum sínum og ullarpeysu þegar að hann var úti á sjó”
Í þá tíma þurfti fólk einnig að klæða sig vel innandyra og minnist hún ullarfatanna sem voru mikið notuð.
„Húsin voru köld, það var ekki búið að leggja hitaveitur þá. Fólk klæddist ullarfötum til að halda sér hita. Prjónapeysur og allt í þá áttina.“



Dyngja
Bomberjakki
Hrannar
Polartec® Alpha hálfrennd peysa
Suðureyri
Hettupeysa (Unisex)
Tindur
Polartec® Thermal Pro® shearling flísjakki
Tindur
Shearling vesti (Unisex)
Dyngja
Bomberjakki
Dyngja
Bomberjakki
Nýtt líf í Reykjavík
Ólafía flutti að lokum til Reykjavíkur til að fara í skóla og varð síðar leikskólakennari. Það var mikil breyting að flytja frá Suðureyri yfir í borgarlífið en þar fann hún þó nýjar leiðir til þess að njóta útiveru.
„Það var heilmikil viðbrigði að flytja úr litlu sjávarþorpi yfir til Reykjavíkur. Ég hafði bara komið til Flateyrar og Ísafjarðar. Ég var partur af ferðafélaginu, Farfuglar, hér í Reykjavík, þá fór ég að byrja stunda útivist þegar ég flutti í bæinn.“

Jákvæðni og útivist
Á dögum sem þessum, þegar hún nálgast 100 ára aldurinn, leggur Ólafía áherslu á mikilvægi þess að nýta útivist og hreyfingu til þess að halda heilsu.
„Ég fer út að labba á hverjum og degi og svo förum við í morgunleikfimi, það er góð hreyfing. Það er bara nauðsynlegt til að halda sér við, þess vegna er ég orðin svo gömul.“
Ólafía segir hugarfarið skipta miklu máli í daglegu amstri.
„Það er svo mikilvægt að vera jákvæður, það hefur mikið að segja. Ef maður er neikvæður þá kemur maður engu í verk og ekkert gengur upp.¨
Að lokum snýr talið að útiverunni sem hefur mótað hana frá barnæsku.
„Mér finnst gaman að fara út í náttúruna. Ég fer út á hverjum einasta degi að fá mér ferskt loft. Þegar ég er orðin svona gömul, þá er þetta skemmtilegasta sem ég geri.“