Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Forsala - Afhendingartími er 8-10 vikur.

UN Women á Íslandi x 66°Norður

UN Women in Iceland x 66°North

UN Women á Íslandi og 66°Norður, í samstarfi við úkraínsku listakonuna Iryna Kamienieva, hafa hannað bol til stuðnings konum á flótta í Úkraínu. Allur ágóði af sölu bolsins rennur til verkefna UN Women í Úkraínu. Aðstandendur átaksins afhentu forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni styrktarbol á Bessastöðum nú á dögunum þar sem samstarfsverkefnið var kynnt.

Bolurinn er hannaður af Þórdísi Claessen og Iryna Kamienieva - Ірина Камєнєва. Iryna er nýkomin til Íslands frá Úkraínu og segir hún að bolurinn sé samsettur af þjóðlegum Vyshyvanka mynstrum sem verndar gegn öllu illu fyrir þann sem klæðist þeim og ljóði eftir úkraínsku skáldkonuna Lesia Ukrainka. „Við bjuggum til mynstur fyrir styrktarbolina á grundvelli hefðbundinna úkraínskra útsaumsmynstra til að leggja áherslu á markmið herferðarinnar, vernd og hjálp. Tilvitnunin á bakhliðinni kemur úr ljóðinu „Contra Spem Spero“ eftir úkraínsku skáldkonuna Lesiu Ukrainka.

Hún er skýrt dæmi um sterka úkraínska konu og ljóðið sjálft er birtingarmynd vonar, sem lýsir lönguninni til að lifa, brosa og starfa þrátt fyrir biturleika lífsins og hvers kyns erfiðleika sem þar koma fram. Þessir tveir þættir, mynstrið og ljóðið, endurspegla ekki aðeins fegurð úkraínskrar menningar og anda heldur minnir okkur líka á að með von getum við sigrað allt illt. Í dag, þegar illskan hefur fengið sína mynd og konur eru orðnar eitt af skotmörkum þess, trúum við á mikilvægi þess að styðja þær og hjálpa þeim að sigrast á hryllingi stríðsins.“

Forsala - Afhendingartími er 8-10 vikur.