Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Ræktum skóginn, eitt tré í einu

Yndisskógur 66°Norður

66°North and the Forestry of Iceland

66°Norður hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands um afnot af landi við Úlfljótsvatn til næstu fjörutíu ára til að byggja upp Yndisskóg 66°Norður. Markmiðið með samstarfinu er að rækta yndisskóg sem bindur kolefni, jafnar vatnsbúskap og eykur frjósemi jarðvegs, búa til skjól og síðast en ekki síst eykur gildi svæðisins til útivistar allan ársins hring.

Helgi Rúnar Óskarsson, forstjóri 66°Norður og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélagsins undirrituðu samninginn í Úlfljótsvatnskirkju 29. maí 2021, en hann felur í sér að planta um 11.000 trjáplöntum næstu fimm árin. 66°Norður hefur kolefnisjafnað starfsemi sína árið 2019 og 2020 í samstarfi við Kolvið og Klappir og er samstarfið við Skógræktarfélag Íslands til viðbótar við það.

Fyrsta skrefið í átt að yndisskóginum var tekið laugardaginn 29. maí sl., þar sem starfsfólk 66°Norður og fjölskyldur þeirra gróðursettu 100 tré. Næsta gróðursetning fór fram haustið 2021 en unnið er eftir ákveðnu skipulagi þannig að útkoman verður fjölbreyttur og fallegur yndisskógur.

Ræktum skóginn, eitt tré í einu

Snemma í október plantaði starfsfólk 66°Norður ásamt fjölskyldum 2000 trjám. Þessi gróðursetning er hluti af stærra markmiði en á næstu fimm árum mun um 11 þúsund trjám verða plantað. Með þessu framtaki er ætlunin að kolefnisjafna starfsemi fyrirtækisins. Það er mikilvægt að geta kolefnisjafnað starfsemina með því að planta trjám sjálf og það á einum degi. Þannig höldum kolefnislosun okkar í skefjum. Ef hún verður meiri en svo að hægt sé að jafna hana með þessum hætti þá er hún orðin of mikil.