Æskileg efni
Við erum stöðugt í leit að sjálfbærum hráefnum. Þó er mikilvægt að val á hráefnum fari saman við kröfur um gæði, notagildi og endingu. Við viljum frekar framleiða flík sem endist í langan tíma frekar en að framleiða flíkur úr umhverfisvænna efni sem endist skemur og ýtir undir frekari neyslu og kaup á nýjum fatnaði. Að okkar mati snýst þetta því um að finna jafnvægið milli sjálfbærni og umhverfisáhrifa annars vegar og endingar og notagildis hins vegar.
66°Norður starfar með ábyrgum og framsæknum hráefnaframleiðendum sem hafa sömu gildi að leiðarljósi. Í dag notum við eingöngu 100% lífræna bómull og/eða endurunna. Einnig erum við byrjuð að nota endurunnið pólýester í mun meiri mæli. Markmið okkar er að auka enn frekar hlutfall af bæði endurunnu og lífrænu hráefni í vörum okkar.
Í sérstökum vörulínum höfum við einnig verið að vinna með íslensk hráefni eins og lambagæru og æðadún og eru mikil tækifæri í að þróa slíka hráefnisnotkun áfram