Ábyrgðarskilmálar
Vörur 66°Norður uppfylla strangar gæðakröfur. Framleiðsluábyrgð nær til galla á vörum fyrirtækisins. Athugið að ábyrgðin nær ekki til tjóns sem hlýst af slysi, þvotti, vanrækslu, venjulegu sliti svo sem blettum eða eðlilegu litatapi sem verður við notkun og eða sökum aldurs vörunnar. Réttur neytanda til að fá galla bættan er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.
Svo hægt sé að meta hvort vara sé gölluð þarf að skila henni inn í þjónustuver 66°Norður, Miðhrauni 11, ásamt kvittun til staðfestingar á kaupunum. Vörur skulu vera þvegnar áður en komið er með þær í viðgerð og/eða gallamat ellegar verða þær sendar í hreinsun á kostnað viðskiptavinar.