Leiðarvísir
Hlaupum allt árið
Klæddu þig eftir veðri.
„Vertu viss um hvernig aðstæður þú ert að fara út í” segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem á 5 bestu hlaupatímana í vinsælasta utanvegarhlaupi Íslands, Laugarvegshlaupinu. „Veðrið á veturna getur verið virkilega ófyrirsjáanlegt. Kynntu þér veðurspánna samdægurs og klæddu þig í takt við það. Rigning og frost kallar ekki á sama fatnað.”
„Mildara veður kallar á léttari útbúnað og því er mikilvægt að passa upp á að klæða sig ekki of mikið. Ef þér er heitt þegar þú byrjar að hlaupa, þá veistu að þér mun verða allt of heitt þegar lengra dregur. Þú vilt leggja áherslu á rétt grunn- og miðlag, og viðeigandi aukahluti..”
Hlaupaæfingaplan frá Elísabetu og Þorbergi
Í þessu hlaupaplani er lagt áherslu á að búa til traustan grunn, sem hægt er að byggja frekari árangur á til lengri tíma. Markmiðið með þessu plani er að geta hlaupið styttri vegalengdir með lítilli áreynslu eftir 2 mánuði.
Þetta hlaupaplan kynnir þér fyrir flóknari nálgun á hlaupum, en planið samanstendur af þremur mismunandi tegundum af æfingum; gæðaæfingum, lengri hlaupum og endurheimtar-æfingum. Markmiðið með þessu hlaupaplani er að auka getu þína til að hlaupa hraðar og lengri vegalengdir.
Staðarfell
Staðarfell er framleiddur úr Polartec Neoshell, eitt fremsta efni á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum. Ef að hitastigið úti er fyrir ofan frostmark, þá mælum við með því að nota Gretti hálfrenndan bol innan undir. Ef hitastigið er hins vegar fyrir neðan frostmark, þá mælum við með því að klæðast Básar merínó ullarbol.
„Ég hef notað jakkann mjög mikið við ýmsar aðstæður og er hann frábær fyrir íslenskt veður”. segir Elísabet Margeirsdóttir. „Helstu kostir jakkans eru að hann er hlýr og andar einstaklega vel. Hann virkar vel fyrir allar árstíðir, góður fyrir langar æfingar í frosti og einnig í roki eða rigningu. Af því að hann andar svo vel þá líður mér alltaf vel í honum. Get einnig notað hann á rólegum æfingum þegar veðrið er gott en pínu svalt.”
Hlaupaleiðir á Íslandi
Elísabet mælir með eftirfarandi utanvegaleiðum í nágrenni Reykjavíkur
Langir vetur og stutt sumur gera það að verkum að íslenskir hlauparar þurfa að æfa stærsta hluta ársins í krefjandi vetraraðstæðum. Kuldi, snjór og hvassvirði eru algengir hlutir á matseðlinum og því er mikilvægt að kynna sér vel listina á bakvið rétta samsetningu á tæknilegum fatnaði.
Það er fátt jafn hressandi og að fara út að hlaupa á köldum vetrardegi. Þar er réttur útbúnaður lykilatriði, því hressandi hlaup getur fljótt snúist upp í andstæðu sína ef ekki er hugsað nægilega vel út í viðeigandi klæðnað. Það getur verið snúið að velja rétta samsetningu á fatnaði og því höfum við tekið saman leiðarvísi að því hvernig skal klæða sig rétt fyrir útihlaup við frostmark.
Mildara veður kallar á léttari útbúnað og því er mikilvægt að passa upp á að klæða sig ekki of mikið. Ef þér er heitt þegar þú byrjar að hlaupa, þá veistu að þér mun verða allt of heitt þegar lengra dregur. Þú vilt leggja áherslu á rétt grunn- og miðlag, og viðeigandi aukahluti.
Náttúruhlaup
Náttúruhlaup var stofnað árið 2014 af Arctic Running í samstarfi við 66° Norður.
Tilgangurinn er að stuðla að hamingju og góðri heilsu með því að kenna fólki að hlaupa í náttúrunni og vera farvegur fyrir nýjan lífstíl. Starfsemi Náttúruhlaupa hófst með hlaupanámskeiðum sem kynna þennan lífstíl. Þessi grunnnámskeið í Náttúruhlaupum hafa átt miklum vinsældum að fagna. Að þeim loknum, býðst fólki að taka þátt í hlaupahópi Náttúruhlaupa þar sem skokkað er á fallegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og útjöðrum þess. Einnig bjóða Náttúrhlaup upp á sérhæfðari viðburði eins undirbúningsnámskeið fyrir Laugavegshlaupið, undirbúningsnámskeið fyrir Landvættina og einstaka hlaupakeppni: Bakgarður Náttúruhlaupa. Náttúruhlaup bjóða einnig upp á hlaupaferðir erlendis og innanlands.
Leiðarvísar
Kynntu þér einnig
Hugsunin að baki því að klæðast nokkrum lögum er sú að nýta sem best mismunandi eiginleika efna. Við tókum saman leiðarvísi að því hvernig á að klæða sig í skíðabrekkunum í vetur.
Við fengum gönguhópinn Snjódrífurnar, sem samanstendur af þaulreyndum fjallakonum, til að segja okkur frá hvaða gönguleiðir eru tilvaldar fyrir þá sem eru að koma sér af stað í útivist og hvað gott er að hafa í huga.