Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu

Um tímann og vatnið

On Time And Water

Andra Snæ þarf varla að kynna en hann er í hópi fremstu rithöfunda landsins og hefur verið öflugur málsvari fyrir íslenska náttúru og þær umhverfisbreytingar sem við stöndum frammi fyrir. Bók hans Draumalandið braut blað í umræðunni um íslenska náttúru og í nýju bókinni hans, Um tímann og vatnið, sem fjallar um loftslagsmál sem er eitt stærsta viðfangsefni sem mannkynið hefur fengið í hendurnar að kljást við.

Bækur Andra Snæs hafa komið út á fjölmörgum tungumálum og hlotið alþjóðlegar viðurkenningar. Andri er jafnframt eftirsóttur fyrirlesari hér heima og erlendis og var meðal frambjóðenda til embættis forseta Íslands árið 2016.

Á næstu hundrað árum verða grundvallarbreytingar á eðli vatns á jörðinni. Jöklar munu bráðna, yfirborð hafsins rísa og sýrustig þess breytast meira en sést hefur í 50 milljón ár. Breytingarnar snerta allt líf á jörðinni, alla sem við þekkum og alla sem við elskum. Þær eru flóknari en flest það sem hugurinn er vanur að fást við, stærri en öll fyrri reynsla okkar, stærri en tungumálið. Hvaða orð ná utan um málefni af þeirri stærðargráðu?

Í tilraun sinni til að fanga þetta víðfeðma málefni leyfir Andri Snær Magnason sér að vera bæði persónulegur og vísindalegur – fléttar sér leið að loftslagsvísindunum með ævafornum goösögnum um heilagar kýr, sögum af forfeðrum og ættingjum og viðtölum við Dalai Lama. Útkoman verður frásögn sem er ferðasaga, hemssaga og áminnig um að lifa í sátt við komandi kynslóðir.

Andri Snær braut blað í umræðunni um íslenska náttúru með bók sinni Draumalandið. Hér gerir hann atlögu að loftslagsmálunum, stærsta viðfangsefni sem jarðarbúar hafa staðið sameinaðir frammi fyrir.

Bréf til framtíðar, skrifað af Andra Snæ