Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

Framlengdur skilafrestur á keyptum jólagjöfum frá 1. nóvember 2025

Hægt er að skila jólagjöfum til 31. janúar 2026

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Hero image

Jólahefðir | Brynhildur og Alex

Ég elska hvernig desember hægir á öllu

Brynhildur Þórðardóttir er myndlistarkona og móðir frá Íslandi. Maðurinn hennar er Alex Anyaegbunam, betur þekktur sem Rejjie Snow, og er tónlistarmaður frá Írlandi. Saman eiga þau tvö börn, Móu sem er fjögurra ára og Boga sem er átta mánaða, og hafa búið bæði á Íslandi og í London síðustu sex árin.

Hero image

„Líf okkar snýst um fjölskyldu, sköpun og samstarf á sviði lista. Við leggjum áherslu á að rækta hlýlegt og skapandi umhverfi fyrir börnin okkar og að njóta þeirra augnablika dagsins sem veita innblástur og styrk í starfi og daglegu lífi,“ segir Brynhildur sem leyfði okkur að skyggnast inn í jólahald fjölskyldunnar, líkt og sjá má á svörum hennar hér að neðan.

Hero image

Hver er uppáhalds jólahefðin þín?

Uppáhalds jólahefðin mín er örugglega að gera sherrý frómasinn hennar ömmu, hann er alltaf útbúinn á Þorláksmessu og borinn fram á aðfangadagskvöldi á mínu æskuheimili. Einnig má nefna laufabrauðsgerð, eins og á svo mörgum öðrum íslenskum heimilum. Þá hittist fjölskyldan og sker út í laufabrauð. Það er svo skemmtilegt.

Hero image

Hver er upphálds jólaminningin þín?

Uppáhalds jólaminningin mín verður að vera síðustu jól, þegar dóttir mín var þriggja ára. Það voru svona fyrstu jólin þar sem hún byrjaði að skilja hvað þetta allt snýst um. Litlu hefðirnar og spennuna sem fylgir hátíðinni. Ætli að opna gjafir frá jólasveininum séi ekki toppurinn á því.

Áttu þér uppáhalds vöru frá 66°Norður?

Alltaf eitthvað sem heldur á mér hita þegar ég er úti með krakkana, eins og létt en hlý úlpa, eða mjúk húfa, sem ég hendi á mig þegar við förum út að labba.

Hvað er á óskalistanum frá 66°Norður?

Örugglega eitthvað notalegt fyrir langa útidaga í kuldanum. Góð úlpa fyrir mig eða kannski eitthvað lítið og hlýtt fyrir litlu hendurnar á krökkunum. Bara eitthvað sem gerir veturinn auðveldari og hlýrri.

66°Norður óskalisti Brynhildar og Alex

55.000 kr
Vindur
Unisex
10.900 kr
Kaldi Black
Unisex
3.900 kr
Spillir 2-pack Crew Socks
165.000 kr
Tindur Down Jacket
Unisex
99.900 kr
Women's Hornstrandir Gore-Tex Pro Jacket Black
Konur
5.500 kr
Sudureyri Beanie
Nýtt Unisex
Hero image

Hvað er órjúfanlegur hluti af jólunum?

Að vera umvafinn fjölskyldunni, saman í ró og næði, að horfa á börnin mín upplifa jólin á sinn hátt, engin pressa, bara þessi einfalda hlýja.

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólamánuðinn?

Ég elska hvernig desember hægir á öllu og leyfir manni að vera meira til staðar. Jólin hafa alltaf verið tími sem ég elska, að vera með fjölskyldu og vinum mínum og finna hlýjuna sem fylgir því að vera saman. Ég held að það einmitt það sem gerir þau svo falleg og skemmtileg.

Hero image

Hvað skapar jólastemningu fyrir þér?

Mér finnst alltaf fallegast að leyfa jólunum að koma náttúrulega inn í dagana okkar. Kerti, kyrrð og bara þessi mjúka byrjun á morgninum. Að sjá hvernig jólin gleðja fólk, börn og jafnframt fullorðna. Hjá dóttur minni finnst mér til dæmis svo gaman að sjá litlu augnablikin verða svo stór fyrir henni. Það er einhver orka í kringum jólin sem ég get ekki útskýrt, fólk verður mýkra, glaðara og ástríkara. Það eru einhverjir töfrar sem fylgja þessari hátíð, og það er svo gaman að geta tekið þátt í henni á hverju einasta ári.

66°Norður krakka óskalisti Brynhildar og Alex

49.900 kr
Jokull Parka
Nýtt Krakkar
9.900 kr
Askur
Nýtt Ungbörn
9.900 kr
Askur
Nýtt Ungbörn
9.900 kr
Straumur Northern Lights
Ungbörn
13.000 kr
Vatnajokull Kids Sweatpants
Krakkar
6.900 kr
Spói Arctic Fox
Ungbörn

Lestu fleiri sögur um íslenskar jólahefðir

Jólahefðir | Irena og Þórsteinn

Jólahefðir | Irena og Þórsteinn

Ævintýraferð á 30 ára snjóþotu

Jólahefðir | Hans og Fríða Björk

Jólahefðir | Hans og Fríða Björk

„Að fólk gefi sér tíma til að anda smá, og vera saman. Það er eiginlega það eina sem mig langar í á jólunum.“

Jólahefðir | Ben og Eydís

Jólahefðir | Ben og Eydís

„Það er sérstakt að hugsa til þess að dóttir okkar fær alltaf að upplifa tvær útgáfur af jólunum, sannkallað tveir fyrir einn jólatilboð.”

Hero image

Jólagjöfin er 66°Norður

Jólin eru handan við hornið. Hafðu pakkann hlýjan í ár.