Brynhildur Þórðardóttir er myndlistarkona og móðir frá Íslandi. Maðurinn hennar er Alex Anyaegbunam, betur þekktur sem Rejjie Snow, og er tónlistarmaður frá Írlandi. Saman eiga þau tvö börn, Móu sem er fjögurra ára og Boga sem er átta mánaða, og hafa búið bæði á Íslandi og í London síðustu sex árin.
Hver er uppáhalds jólahefðin þín?
Uppáhalds jólahefðin mín er örugglega að gera sherrý frómasinn hennar ömmu, hann er alltaf útbúinn á Þorláksmessu og borinn fram á aðfangadagskvöldi á mínu æskuheimili. Einnig má nefna laufabrauðsgerð, eins og á svo mörgum öðrum íslenskum heimilum. Þá hittist fjölskyldan og sker út í laufabrauð. Það er svo skemmtilegt.
Áttu þér uppáhalds vöru frá 66°Norður?
Alltaf eitthvað sem heldur á mér hita þegar ég er úti með krakkana, eins og létt en hlý úlpa, eða mjúk húfa, sem ég hendi á mig þegar við förum út að labba.
Hvað er á óskalistanum frá 66°Norður?
Örugglega eitthvað notalegt fyrir langa útidaga í kuldanum. Góð úlpa fyrir mig eða kannski eitthvað lítið og hlýtt fyrir litlu hendurnar á krökkunum. Bara eitthvað sem gerir veturinn auðveldari og hlýrri.
66°Norður óskalisti Brynhildar og Alex
Vindur
Flísfóðraður ullarjakki (Unisex)
Vonarstræti
Rennd hettupeysa (Unisex)
Kaldi
Ullarhúfa með gervifeldi
Spillir
Sokkar 2 pör í pakka
Suðureyri
Húfa
66°Norður
35L Íþróttataska
Hvað finnst þér skemmtilegast við jólamánuðinn?
Ég elska hvernig desember hægir á öllu og leyfir manni að vera meira til staðar. Jólin hafa alltaf verið tími sem ég elska, að vera með fjölskyldu og vinum mínum og finna hlýjuna sem fylgir því að vera saman. Ég held að það einmitt það sem gerir þau svo falleg og skemmtileg.
66°Norður krakka óskalisti Brynhildar og Alex
Askur
Krulluflíspeysa
Askur
Krulluflísbuxur
Straumur
Sundgalli
Vatnajökull
Joggingbuxur
Spói
Galli úr merino ull