Nýja samstarfsvörulínan okkar tvinnar saman nálgun District Vision á tæknileg sólgleraugu og fatnað fyrir hlaup og krefjandi hreyfingu, og 99 ára reynslu 66°Norður af útivistarfatnaði fyrir óútreiknanlega veðráttu.
Línan er hönnuð fyrir fólk sem vill hreyfa sig í öllum veðrum, og nú býður 66°Norður loks upp á sólgleraugu sem nýtast í hreyfingu en um leið verja augun vel hvort sem það er uppi á jökli að vetri til eða í útivist á sólríkum sumardegi.
Dugar á Íslandi, fullkomin á Everest.
Hlaupaflíkurnar samanstanda af síðermaboli með hettu, innanundirbuxmr og stuttbuxum. Flíkurnar eru allar úr endurunnu, ítölsku efni sem teygist á fjóra vegu og andar vel. Litaðir saumar setja kröftugan svip á hönnunina.
Með línunni er jafnframt kynnt til leiks ný útgáfa af Tind, tæknilegustu úlpu 66°Norður þegar kemur að einangrun. Uppfærða Tindur úlpan er styttri í sniðinu en sú hefðbundna og hefur nú fengið tvo stóra brjóstvasa sem líkir til Everest dúngallans sem 66°Norður framleiddi fyrir Leif Örn Svavarsson á sínum tíma. Tindur úlpan er með loftgöngum í gegnum dúnhólf sem veitir enn meiri einangrun og tekur um 48 klukkustundir að framleiða eitt eintak.
Létt og hlý dúnhúfa fullkomnar síðan heildarmyndina enda sérstaklega hönnuð til að halda gleraugunum stöðugum, jafnvel þegar vindurinn reynist hvass og brekkan brött.
Tæknileg sólgleraugu fyrir síbreytilegar árstíðir og veður.
Útivistargleraugu línunnar, Keiichi og Eiichi, marka tímamót sem fyrstu sólgleraugun undir merkjum okkar.
Gleraugun eru framleidd í Japan og þróuð á 2 ára tímabili með tæknilegum prófunum í samstarfi við íþróttafólk og japanska verkfræðinga.
Gleraugun breyta um lit eftir birtuskilyrðum og aðlagast því vel aðstæðum í síbreytilegu veðri, birtustigi og árstíðum. Þau henta því einkar vel fyrir skíðaiðkun og útivist að vetrarlagi þegar vetrarsólin er lágt á lofti.
Gleraugu
„Frá stofnun árið 1926 hefur 66°Norður alltaf snúist um að búa til hágæðafatnað fyrir daglegt líf í óútreiknanlegu veðri, sú arfleifð kristallast í samstarfinu við District Vision. Við dáumst algjörlega að hugmyndafræði District Vision um núvitund og íþróttaiðkun. Þetta passar vel inn í heim 66°Norður og sérstaklega spennandi fyrir okkur að geta nú boðið upp á tæknileg sólgleraugu fyrir útivistarfólk á Íslandi sem hægt er að nota allan ársins hring, hvort sem það er á skíðum, í hlaupum og göngum eða dags daglega.“
Helgi Óskarsson, forstjóri 66°Norður