Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

30 daga skilafrestur

Gæði og ending

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Leiðarvísir

Útihlaup að vetri til

Elísabet mælir með eftirfarandi utanvegaleiðum í nágrenni Reykjavíkur

Winter Running Guide
Leiðarvísir

Útihlaup að vetri til

Íslenski veturinn getur verið mjög heillandi fyrir þá sem stunda útihlaup, en að sama skapi getur hann reynst erfiður ef ekki er notast við réttan útbúnað. Þú nærð töluvert meiri framförum á vorin og sumrin ef þú hefur æft jafnt og þétt yfir veturinn, en það þýðir auðvitað að þú verður að vera tilbúin/n að hlaupa í hvaða veðri sem er. Fáir geta veitt betri ráðleggingar en einir bestu hlauparar landsins, Elísabet Margeirsdóttir og Þorbergur Ingi Jónsson.

„Veðrið lítur alltaf mun verr út um gluggann en það er í raun.”

Elísabetu Margeirsdóttur þarf vart að kynna en hún er fremsta fjallahlaupakona landsins og náði þeim magnaða árangri á síðasta ári að klára fyrst kvenna, 400 kílómetra utanvegahlaup í asísku Gobi eyðimörkinni á undir 100 klukkustundum. Hún hljóp Laugaveginn fyrst árið 2009 og tók svo stóra skrefið tveimur árum síðar þegar hún skráði sig í sitt fyrsta 100 kílómetra hlaup. Síðan þá hefur hlaupið átt hug hennar allan.

„Það tók mig satt best að segja ágætis tíma að læra að njóta þess að hlaupa í hvers kyns veðri” segir Elísabet. „Ef þú ert vel klædd/ur, þá er það lítið mál og maður byrjar hreinlega að njóta þess. Það verður svo smám saman stór partur af þessu öllu, að storka sjálfum sér, reyna á eigin þolmörk og að bjóða veðrinu birginn.”

Hlaupum allt árið.

Klæddu þig eftir veðri, en ekki gleyma því að læra að meta kuldann (allavega til að byrja með).

„Vertu viss um hvernig aðstæður þú ert að fara út í” segir Þorbergur Ingi Jónsson, sem á 5 bestu hlaupatímana í vinsælasta utanvegarhlaupi Íslands, Laugarvegshlaupinu. „Veðrið á veturna getur verið virkilega ófyrirsjáanlegt. Kynntu þér veðurspánna samdægurs og klæddu þig í takt við það. Rigning og frost kallar ekki á sama fatnað.”

„Ef þér er heitt þegar þú byrjar að hlaupa, þá veistu að þér mun verða allt of heitt þegar lengra dregur. Það er eitthvað sem þú vilt forðast. Klæddu þig vel, en ekki of vel.” segir Þorbergur. „Á veturna hleyp ég alltaf með vettlinga og húfu. Það eru aukahlutir sem er auðvelt að setja á og fjarlægja á ferðinni, sem gerir þá fullkomna til að stilla af hitastigið í hlaupunum.”

Straumnes GORE-TEX Infinium jakki GORE-TEX INFINIUM™ jakki frábær í hlaupin, hjólreiðar og aðra krefjandi hreyfingu.

Straumnes jakkinn er hannaður fyrir mikla hreyfingu. Hann hentar vel í hlaup, hjólreiðar og hraðar göngur. Jakkinn er úr GORE-TEX-INFINIUM sem andar einstaklega vel en er vindhelt. Efnið teygist mjög vel og er mjúkt og þægilegt að vera í.

Staðarfell

Staðarfell er framleiddur úr Polartec Neoshell, eitt fremsta efni á markaðinum þegar kemur að teygjanleika og öndunareiginleikum. Ef að hitastigið úti er fyrir ofan frostmark, þá mælum við með því að nota Gretti hálfrenndan bol innan undir. Ef hitastigið er hins vegar fyrir neðan frostmark, þá mælum við með því að klæðast Básar merínó ullarbol.

„Ég hef notað jakkann mjög mikið við ýmsar aðstæður og er hann frábær fyrir íslenskt veður”. segir Elísabet Margeirsdóttir. „Helstu kostir jakkans eru að hann er hlýr og andar einstaklega vel. Hann virkar vel fyrir allar árstíðir, góður fyrir langar æfingar í frosti og einnig í roki eða rigningu. Af því að hann andar svo vel þá líður mér alltaf vel í honum. Get einnig notað hann á rólegum æfingum þegar veðrið er gott en pínu svalt.”

Hlaupaæfingaplan frá Elísabetu og Þorbergi

Leíðarvísar