Þessi síða styður ekki vafrann þinn. Við mælum með að þú skiptir yfir í Edge, Chrome, Safari eða Firefox.

Frí heimsending á öllum pöntunum yfir 20.000 kr.

Framlengdur skilafrestur á keyptum jólagjöfum frá 1. nóvember 2025

Hægt er að skila jólagjöfum til 31. janúar 2026

    United States IS / ISL
    United States DK / ENG
    United States EU / ENG
    United States UK / ENG
    United States US / ENG

Notið afsláttarkóðann WELCOME10 til að fá 10% afslátt af fyrstu pöntuninni.

Karfa 0

Til hamingju! Pöntunin þín á rétt á fríum sendingarkostnaði. Þú ert ||upphæð|| frá ókeypis sendingu.
Engar fleiri vörur í boði til kaups

Vörur
Paraðu saman við
Er þetta gjöf?
Samtals Ókeypis
Áætluð afhending: 2-5 dagar
Sendingarkostnaður og afsláttarkóðar eru reiknaðir út við greiðslu
Hero image

Jólahefðir | Irena og Þórsteinn

Ævintýraferð á 30 ára snjóþotu

Listamaðurinn Þórsteinn Svanhildarson og arkitektúrneminn Irena Sveinsdóttir eru bæði fædd og uppalin í Reykjavík en eiga jafnframt bæði ættir að rekja norður á land. Börn þeirra eru Sól, fjögurra ára, og Flóki, þriggja ára. „Við erum þessi klassíska íslenska vísitölufjölskylda. Allt okkar líf er hér í 101 Reykjavík og nágrenni, hér er alltaf líf og fjör og það er einmitt það sem veitir okkur innblástur,“ segja miðbæjarhjónin sem spjölluðu við okkur um fjölskyldulífið, jólastemninguna og allt þar á milli.

Hero image

Hver er uppáhalds jólahefðin ykkar?

Irena: Þar sem við erum svona tiltölulega ný fjölskylda, þá erum við ekki beint með einhverjar hefðir eins og er, en við erum svona að safna í okkar bunka. Mér finnst svo mikilvægt að finna sínar eigin hefðir. Það þarf ekkert að vera að baka piparkökur, kannski er það bara að fara á tónleika eða vera með fjölskyldunni – en maður þarf bara að finna sitt.

Þórsteinn: Já, við erum við ennþá að skapa okkar eigin hefðir, en að setja jólaljósin út í glugga og skreyta aðeins heimilið í byrjun desember eru líklegast uppáhalds jólahefðirnar okkar enn sem komið er.

Irena: Það var alltaf hefð á mínu heimili þegar ég var lítil að það mátti opna einn pakka fyrir kvöldmat á aðfangadag – og mér fannst það geggjað sem barn. Ég held að mig langi að halda því áfram með krökkunum okkar, það minnkar stressið og spennuna.

Hero image

Hver er uppáhalds jólaminningin þín?

Irena: Ég hef svo sem aldrei verið mikið jólabarn, en eftir að við byrjuðum að upplifa jólin í gegnum krakkana þá finnst mér þessi tími ótrúlega dýrmætur. Maður er spenntur að fara með þeim að hitta jólasveininn, næstum spenntari en þau – maður er eiginlega líka að upplifa jólabarnið í sér núna.

Hvað er órjúfanlegur hlutur af jólunum?

Irena: Samveran, maður er miklu meira í kringum fjölskyldu og vini. Mér finnst þessi samvera á aðfangadagskvöld og jóladag sérstaklega mikilvæg. Ég gæti ekki haldið jólin án fjölskyldunnar.

Þórsteinn: Mér finnst líka mjög skemmtilegt að fara á jólaballið í leikskólanum hjá krökkunum. Þau eru svo stolt að sýna manni allt þar og það er dansað í kringum jólatréð. Svo höfum við fjölskyldan tekið röltið um bæinn á Þorláksmessu og það er geggjað.

Irena: Já, mér líður eins og ég nái aðeins meira að slaka á og njóta eftir að við eignuðumst börnin.

Hero image

Hvað finnst þér skemmtilegast við jólamánuðinn?

Irena: Það sem mér finnst skemmtilegast er hvað það er létt yfir öllu, jafnvel þótt fólk sé í stressi að reyna að redda öllu – jólaljósin í bænum og fólk svona almennt í góðu skapi. Það verður allt einhvern veginn miklu bjartara.

Þórsteinn: Já, ég mundi segja þessi hlýja og birta á móti þessu kalda og dimma. Og það gefur fólki aukinn kraft og vilja til að gera allskonar skemmtilegt og vera saman. Jólamánuðurinn gefur okkur tækifæri til að staldra við og koma saman. Það er svo mikilvægt.

Hvað er á óskalistanum?

Irena: Mig er eiginlega alveg hætt að langa í eitthvað dót en það er náttúrlega alltaf gaman að fá eitthvað fallegt inn á heimilið, eða upplifanir, gjafabréf í flug eða eitthvað svoleiðis.

Þórsteinn: Það sem er á óskalistanum okkar frá 66°Norður er föðurland á krakkana. Við notum föðurlandið daglega yfir haust- og vetrartímann. Og svo er ekkert verra að eiga svoleiðis sjálfur á köldustu dögunum.

Irena: Síðan eru krakkarnir með skýra ósk. Þegar það snjóaði svo svakalega í október, öllum að óvörum, þá fórum við niður í geymslu og sóttum snjóþotu sem ég átti þegar ég var lítil. Við tókum hana með okkur þegar við sóttum krakkana í leikskólann og það var algjör ævintýraferð fyrir þau – á 30 ára snjóþotu – en það var því miður eiginlega bara pláss fyrir annað þeirra í einu. Þannig að þau eru búin að óska sér þess að fá nýjar snjóþotur.

66°Norður óskalisti Irenu og Þórsteins

29.000 kr
Dyngja Shell Pants
Unisex
4.500 kr
Ægir
Nýtt
7.900 kr
Valhöll
Krakkar
6.900 kr
Valhöll Artic Fox
Krakkar

Valhöll

Buxur

6.900 kr
95.000 kr
Ægisíða
Nýtt Unisex
59.000 kr
Keilir
Karlar
16.900 kr
Rán
Krakkar
11.900 kr
Rán
Krakkar
Hero image

Hvað skapar jólastemningu fyrir þér?

Irena: Þegar það kemur snjór, sérstaklega svona rétt fyrir jól. Hvít jól er það sem kemur mér helst í jólaskap, en líka bara seríurnar – sjálf jólaljósin.

Þórsteinn: Að græja jólagjafir í rólegheitum og gera eitthvað skemmtilegt fyrir krakkana. Það er mjög dýrmætt.

Lestu fleiri sögur um íslenskar jólahefðir

Hero image

Jólagjöfin er 66°Norður

Jólin eru handan við hornið. Hafðu pakkann hlýjan í ár.